Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 73
NIFLHEIMAFÖRIN
ÚRVAL
með öllu sleppt „herra“ eftir
fyrstu setninguna — „komast
undan þá leið. En þú getur
reynt. Ég hefi reynt. Aðeins
einu sinni.“
Taumlaus skelfing og ægileg-
ur ótti, sem ég hafði árangurs-
laust barizt við, náði nú fullum
tökum á mér. Eg hafði ekkert
borðað síðan um hádegi daginn
áður, og hin langa fasta, ásamt
hinni ofsalegu reiði og óvenju-
legu geðshræringu, hafði gert
mig örþreyttan ,og ég held svo
sannarlega að nokkrar mínútur
hafi ég hagað mér eins og ég
væri kolbrjálaður. Ég hentist á
hinn miskunnarlausa sand. Ég
æddi hringinn í kring um gýg-
inn, bölvandi og biðjandi á víxl.
Ég skreið í stargresinu við
fljótsbakkann, til þess eins að
vera hrakinn brott, kvalinn af
skelfingu við riffilkúlurnar,
sem þeyttu upp sandi umhverf-
is mig og að lokum hneig ég
niður við brunninn uppgefinn
og tuldrandi eins og vitfirring-
ur. Enginn hafði skift sér hið
minnsta af þessu háttalagi, sem
kemur mér til þess að roðna og
svitna þegar ég hugsa til þess.
Tveir eða þrír menn, sem fóru
til vatns, gengu á líkama mín-
um þar sem ég lá, lafmóður og
titrandi, en þeir voru sýnilega
vanir þessu og öðru eins, og
voru ekki að sóa tíma mín
vegna. Þetta var allt afar auð-
mýkjandi. Þegar Gunga Dass
hafði hulið glæðurnar sandi, þá
skvetti hann hálfum bolla af
fúlu vatni á höfuð mitt, og fyrir
það hefði ég getað þakkað hon-
um á hnjánum, en hann hló
stöðugt þessum gleðisnauða,
hvásandi hlátri, sem hann hafði
byrjað þegar ég reyndi fyrst
til að fara grynningarnar.
Þannig lá ég, hálfmeðvitundar-
laus, til hádegis. Þar sem ég
er aðeins maður, þá fór ég að
finna til hungurs, og það gaf
ég Gunga Dass í skyn, en ég
var farinn að skoða hann sem
verndara minn. Ösjálfrátt fór
ég að eins og venjulega þegar
ég skifti við innfædda menn,
stakk hendinni í vasann og tók
upp fjóra anna. Ég sá um leið
hve fáránlegt þetta var, og ætl-
aði að stinga peningunum í vas-
ann aftur.
Gunga Dass var þó annarrar
skoðunar. „Fáðu mér pening-
ana,“ sagði hann; „alla, sem þú
átt, eða ég sæki hjálp og drep
þig.“ Hann sagði þetta eins og
það væri alveg sjálfsagður
hiutur
Ég trúi að fyrsta hugsun
Breta sé að gæta þess, sem í
vösum hans er, en augnabliks
umhugsun sannfærði mig um
fánýti þess að deila við eina
manninn, sem gat liðsinnt mér;
p.uk þess mögulegt að mér tæk-
ist með aðstoð hans að sleppa
úr gýgnum. Ég fékk honum
það, sem ég hafði á mér, rösk-
lega 9 rúpía, og Gunga Dass
hrifsaði myntirnar og faldi þær
strax í lufsulegu lendaklæðinu,
en svipur hans varð næstum
67