Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 33
HVE HRATT SYNDA FISKAR?
þorsks, ýsu og nokkurra fleiri
tegunda að litlu leyti. Við höf-
um reynt ýmsar aðferðir. Sú
fyrsta var að kanna hve mikl-
um straumi þessir fiskar and-
æfðu í laug í Hafrannsókna-
deildinni í Aberdeen háskóla.
Nú setjum við fiskana í pípu úr
gleri eða plasti og dælum gegn
um hana sjó með mismunandi
hraða. Við aukum straumhrað-
ann smám saman, þar til fisk-
urinn, sem þvínær undantekn-
ingarlaust syndir gegn straumi,
hættir að hafa við, og tekur að
láta undan síga. Þegar hann
rekur sporðinn í speldi, sem er
undan straumi, tekur hann
venjulega viðbragð, syndir af
ýtrustu kröftum og tekst
venjulega að synda að öðru
speldi, sem er andstreymis við
hann. Viðbragðið er venjulega
mælt með skeiðklukku, og sund-
hraðinn reiknaður út frá því og
straumhraðanum.
Þetta gerum við með pípu,
sem er tæpur hálfur annar
metri á lengd og þrír þumlung-
ar í þvermál. Til þess að fá næg-
an straum í víðari pípur, handa
stórum fiski, þyrfti mjög dýr-
an dæluútbúnað, svo við fund-
um annað ráð til þess að gera
straum. Við notuðum hólk úr
galvaníséruðu járni, tólf þuml-
unga í þvermál. Hólkinn festum
við undir sjómáli á vélbáti okk-
ar. Á báðum endum hólksins
eru grindur á hjörum til þess að
hægt sé að setja í hann fisk.
Ofan á hólknum er svo gluggi
URVALi
til þess að við getum fylgzt
með fiskinum. Straumurinn
gegnum hólkinn fer svo auðvit-
að eftir mismunandi hraða vél-
bátsins á sjónum.
Við notum einnig aðra tækni.
Við setjum fiska í kyrran sjó í
tíu metra langri og rösklega 65
sentímetra breiðri steinsteyptri
þró. Við látum þá syndá með
því að snerta sporðblöðkuna,
sem oftast nægir til þess, að
þeir bregði rösklega við. Þróin
er merkt í fetum og við mælum
sundhraðann með skeiðklukku.
Niðurstaða rannsókna okkar er
sú, að spretthörðustu fiskarnir,
er við höfum reynt, séu makríll
og sjóbirtingur. Tólf til fimm-
tán þumlunga langir fiskar
þessara tegunda geta náð tíu
til þrettán kílómetra hraða á
klukkustund. Síld, ýsa og lýsa
— tólf þumlungar á lengd, ná
fimm til 10 kílómetra hraða á
klukkustund, og þorskurinn er
enn hægskreiðari. Þorskur, sem
er nær 65 sentímetrar á lengd
virðist til dæmis ekki komast
hraðar en 8 kílómetra á klukku-
stund. Yfirleitt vex annars há-
markssundhraðinn með lengd
fisksins, og er að meðaltali um
sex eða sjöföld skrokklengd á
sekúndu. Þetta er heldur minni
hraði en sá, sem dr. Bainbridge
reiknaði út, því hann gerði ráð
fyrir tífaldri skrokklengd á sek.
Við teljum hugsanlegt að ástæð-
an sé sú, að við höfum látið
okkar fiska synda heldur lengra
við mælingu sundhraðans.
27