Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 66
TTRVAL
GLEÐI DORGARANS
mikla leikni við öll afbrigði af
dorgi. Ef þið hugsið út í það,
til dæmis, að þegar fiskað er
með þurri flugu er stæling á
lifandi flugu hnýtt á nælonþráð,
sem tæpast er gildari en manns-
hár, og síðan þarf að kasta
henni fimmtán metra eða lengra
með stöng, sem ekki vegur nema
rösklega hundrað grömm —- og
kasta henni meira að segja
þannig að hún falli undur mjúk-
lega á vatnið og beint fyrir
framan einhvem útvalinn sil-
ung, og allt þetta þrásinnis í
mótvindi, krjúpandi á bak við
runna. Að þessu hugleiddu býst
ég við að þið játið að ekki sé
síður þörf á leikni til þess arna,
en til dæmis í golfi eða tennis
eða hvaða leik öðrum sem er,
svo ekki sé meira sagt. Og þetta
er nú bara byrjunin; það er eins
mikill munur á venjulegum helg-
ar-dorgara og afburðamannin-
um og á venjulegum knatt-
spyrnustrák í sveit og lands-
liðsmanni. Og þar með er ekki
talin öll sú reynsla og athygli,
sem með þarf til þess að sjá
hvað það er, sem fiskurinn tek-
ur, og nákvæmlega hvernig á að
framreiða fyrir hann fluguna
án þess að vekja tortryggni
hans. Það er til dæmis hægt að
sjá það á því einu, hvernig fisk-
urinn vakir, ■— á hringunum,
sem hann gefur af sér á yfir-
borðinu — hvaða flugutegund
það er, sem hann er að éta, og
hvernig bezt er að stæla hana.
Ég hef átt því láni að fagna
að fiska með nokkrum af snill-
ingum þessa lands — og þeir
eru ekki margir í neinu landi —
og það er dásamlegt að sjá til
þeirra: tilburðina og nákvæmn-
ina í köstunum; óbrigðula vissu
þeirra um það, hvaða flugu eigi
að nota, og hvernig eigi að koma
henni til fisksins svo að hún
fljóti og hana reki eðlilega;
eðlislægan skilning þeirra á
hugsanagangi f isksins; snilld
þeirra í að vekja fiskinn; skjót-
leika þeirra og öryggi þegar
þeir festa í fiski og þreyta hann.
Og hve spennandi er það ekki
allt saman! Stundum verður
maður svo skjálfhentur af
spenningi, að maður á fullt í
fangi með að hnýta á flugu. Ég
hef séð menn náföla og skjálf-
andi í knjáliðunum eftir viður-
eign við stóran silung.
Óendanlegt úrval.
Og svo að lokum, þá er til-
breytileikinn í dorgi ótakmark-
aður. Það er alltaf eitthvað nýtt
að læra. Maður fer aldrei svo út
að maður uppgötvi ekki eitthvað
nýtt í lífi silungsárinnar eða
lifnaðarháttum fisksins eða
beinlínis í leikni dorgsins. Mað-
ur er sífellt að bæta í dýrgripa-
skrín vitneskju sinnar og
reynslu. Þannig er það vissu-
lega: maður er alltaf að læra,
og hver heimsókn til árinnar er
ævintýri. I stuttu máli sagt, þá
fela drogið og gleði dorgarans
miklu meira í sér en bara það
að veiða fisk. (The Listener)
60