Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 68

Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 68
tlRVAL NIFLHEIMAFÖRIN för með sér að ég varð að dvelja í tjaldbúðum nokkurra mánaða skeið, en þær voru milli Murar- akpur og Pakpattan, á eyðilegu sandflæmi, eins og þeir vita, sem hafa verið svo ógæfusam- ir að neyðast til þess að dvelja þarna. Verkamenn mínir voru hvorki verri né betri en aðrir slíkir vinnuflokkar, og ég hafði ekki tíma til þess að láta mér leiðast, jafnvel þótt ég hefði haft hneigð til svo ókarlmann- legs athæfis. Eg hafði dálítinn sótthita 23. desember. Þá var fullt tungl, og hver einasti rakki í grennd gólaði af öllu afli. Hundkvik- indin hrópuðu sig saman og ætluðu hreint að gera mig vit- lausan. Fáum dögum áður hafði ég skotið einn stórsöngvarann, og hengt hræið upp um fimm- tíu metra frá tjaldi mínu hin- um til viðvörunar. En vinir hans bitust og börðust um skrokkinn, og rifu hann að lok- um í sig; mér heyrðist þeir syngja lofgjörð eftirá með auknum þrótti. Hitasótt hefur misjöfn áhrif á menn. Gremja mín veik innan lítillar stundar fyrir fastri á- kvörðun um það, að bana gríð- arstórum, flekkóttum rakka, sem hafði verið fremstur í flokki söngvaranna og áfloga- hundanna allt kvöldið. Með höf- uðsvima og skjálfandi höndum skaut ég tvisvar á hann úr haglabyssu, og missti marks. Þá fékk ég þá flugu ao bezt mundi vera að ríða hann uppi á bersvæði og leggja hann galt- arveiðaspjóti. Þetta voru auð- vitað hitasóttarórar, en ég man að mér fannst það þá prýðilega snjallt og gerlegt. Eg skipaði því hestasveini mínum að söðla Pornic, og koma með hann að tjaldinu. Þegar hesturinn var tilbúinn, stóð ég hjá honum, viðbúinn til þess að stökkva á bak og þeysa af stað um leið og hundurinn ræki upp bofs. Eg vil skjóta því hér inn í, að Pornic hafði ekkert verið hreyfður nokkra daga. Næturloftið var kalt og biturt. Ég var með hvassa spora, sem ég hafði þurft að nota við stað- an hest fyrr um daginn, svo að þið getið ímyndað ykkur að hesturinn brá snöggt við þegar þar að kom. Eftir augnablik, því að hundræfillinn lagði á fiótta út í buskann, var tjald- ið langt að baki, og við flugum yfir hina sendnu jörð. 1 næstu andrá fórum við framhjá hund- inum og ég hafði næstum gleymt hversvegna ég hafði tekið hest- inn og spjótið. Hitasóttaróráðið og æsingin af þessari þeysireið í svölu næt- urloftinu, hlýtur að hafa farið með það litla, sem eftir var af heilbrigðri skynsemi. Mig rám- ar í að ég hafi staðið upp í ístöð- unum og skekið spjótið að hin- um bleika mána, sem horfði ró- legur á tryllta reið mína, og sömuleiðis að ég hafi öskrað áskoranir að þyrnirunnum um 6:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.