Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 50
tJRVAL
hvað sem það kostaði, að því
tilskyldu að Bretland gengi í
lið við Þýzkaland og réðist á
Sovétríkin — bandamenn okkar.
Ég endurtek rökin, sem Hess
beitti við mig, með sömu orð-
um og hann viðhafði á sínum
tíma. Hann sagði: „Sigur Eng-
lands verður sigur Bolsévikka“.
Hann sagði: „Sigur Bolsévikka
þýðir fyrr eða síðar hemám
Rússa á Þýzkalandi og allri
Evrópu". Hann sagði að Eng-
land gæti ekki hindrað það
fremur en nokkurt annað ríki.
„England hefur rangt fyrir
sér“, sagði Hess, „ef það held-
ur að styrjöldin milli Þjóðverja
og Bolsévikka mimi draga svo
mátt úr Þjóðverjum og Bolsé-
vikkum, að hættunni, sem vof-
ir yfir Evrópu og Brezka heims-
veldinu sé þar með lokið. Ekki
aldeilis“. Að lokum sagði hann:
„Ég er viss um að heimsyfirráð
bíða Sovétríkjanna ef veldi
þeirra verður ekki hnekkt nú“
— og þar með hlyti Bretland að
tapa heimsveldisaðstöðu sinni.
Skömmu eftir að Hess setti
fram þessa merkilegu spásögn,
fór ég til Rússlands til að gera
samning, ekki samning um frið
heldur samning um styrjaldar-
rekstur.
Þjóðverjar höfðu ýmist her-
tekið eða eyðilagt mikinn hluta
af verksmiðjum þeirra. Ég var
þar, og í Kreml, þegar fallbyss-
umar dmndu, og flugvélamar
vörpuðu sprengjum, meðan
þýzkar hersveitir vom aðeins
GA3Ð UM MARGA GLUGGA
áttatíu kílómetra frá Moskvu.
Innrásarherinn klauf Sovétríkin
þvínær í tvennt við Stalíngrad.
Óvinurinn gjöreyddi landið, —
Sovétherinn líka, að sínu leyti,
með því að svíða jörðina að
baki sér á undanhaldinu. And-
spænis dauðanum varð sam-
bandið milli Sovétríkjanna og
Bretlands mjög náið. Fyrir árs-
lokin gerðu Japanar flugvéla-
árás á bandaríska flotann,
Bandaríkjamenn fóra í stríðið
og stefna Bandaríkjanna var
þessi: „Kennum Rússum að
treysta okkur, jafnvel á kostn-
að Breta“.
Samfarir Bandaríkjanna og
Rússa byrjuðu mjög vel, hveiti-
brauðsdagar, næstum hjúskap-
ur; en hvílíkur sorgarendir eft-
ir nokkur ár. Hvað kom fyrir?
Hví kastaðist í kekki milli
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna ? Aðeins tíu árum eftir lok
sigursællar styrjaldar, stóðu
herir um heim allan í vígstöðu.
Bandaríkin og Rússland voru
komin í vígbúnaðarkapphlaup,
og við vitum að vígbúnaðar-
kapphlaupi lýkur oft með styrj-
öld.
Hvað var það, sem brást?
Klerkdómurinn í Bandaríkjun-
um talar um trúarbragðaofsókn-
ir í Rússlandi. Sú staðhæfing
stenzt ekki. Nei, nei; í Lundún-
um fara 45 þúsund manns í
Anglíkönsku kirkjuna á sunnu-
dögum, svona tiltölulega álíka
margir og í Moskvu þar sem 30
þúsund sækja messu í grísk-
44