Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 35
1
HVE HRATT SYNDA FISKAR?
þrek á skemmri vegalengdum,
— orku, sem fráleitt er að ætl-
ast til að þeim gefi enzt til
lengri ferðalaga. Þvi lengra,
sem þeir synda, eða er ætlað
að synda, því minni verður há-
markshraðinn. 1 sínu eðlilega
umhverfi virðast nær allir fisk-
ar kjósa fremur stuttar, snögg-
ar skorpur í breytilega stefnu,
en langar, beinar lotur. Ástæð-
an er augljós. Flestum fiskum
nægja snögg viðbrögð og snar-
ir snúningar bæði til fanga og
til að forða sér.
Hvað þá um aðrar sækindur
— til dæmis hvalina? Fram að
þessu hefur eini mælikvarðinn
á sundhraða hvala, — stórra
sem smárra, — verið ganghraði
skipa, enda þótt nú orðið sé
hægt að ala hnísur í búrum. Al-
kunna er tilhneiging hjá höfr-
ungum og hnísum til að synda
í kapp við skip. Það hefur ver-
ið sannreynt að tveggja metra
langir höfrungar geta synt með
að minnsta kosti 32 kílómetra
hraða á klukkustund, og skiðis-
hvalir, allt að 30 metra langir
og meira en 100 lestir að þyngd,
með sama hraða. Þessi stað-
reynd hefur valdið mönnum
miklum heilabrotum, og var það
dr. Gray, sem fyrstur vakti at-
hygli manna á fyrirbærinu.
Getum hefur verið leitt að
því, að orka hvers kílógramms
af vöðva spendýrs fari sennilega
ekki yfir 0,02 hestöfl. Ef mót-
staða sjávar, sem hvalurinn
klýfur, samsvarar mótstöðu
tJRVAL
gegn stirðu líkani í drætti,
myndi hundrað lesta hvalur,
sem syndir með 32 kílómetra
hraða, þurfa 400 til 500 hest-
afla orku. Fræðilega séð er þetta
ekki meiri orka en svo, að vöðv-
ar hvalsins ættu að geta fram-
leitt hana, en mönnum reikn-
ast hins vegar svo til, að hjarta
hvalsins áorki ekki nema sex-
tíu til sjötíu hestöflum. Höfr-
ungur, sem syndir með meira
en þrjátíu og tveggja kílómetra
hraða á klukkustund, þyrfti að
orka 0,12 til 0,14 hestöflum fyr-
ir hvert vöðvakílógramm, sem
er sex til sjöföld orka á við þá,
sem mest er talin hugsanleg í
spendýrsvöðva. Ýmsar tilgátur
hafa komið fram til skýringar
á fyrirbærinu. Til dæmis er
hugsanlegt að orka hvers kíló-
gramms vöðva í sjávardýrum
sé mun meiri en menn hafa tal-
ið ástæðu til að ætla. Einnig má
ímynda sér að mótstaða eða
tregða, sjávar gegn lifandi hval
á sundi, sé minni en gegn stirðu
líkani í togi. Hreyfingar líkam-
ans dragi sem sagt með ein-
hverjum hætti úr viðspyrnunni
og minnki þannig aflið sem
þrýstir gegn framrás hvalsins
gegnum sjóinn.
Ef slíkt yrði sannað gæti það
haft hinar þýðingarmestu afleið-
ingar í för með sér — til dæmis
í sambandi við kafbátasmíði.
Þessi möguleiki er meðal á-
stæðanna fyrir því, að unnið er
að vísindalegum rannsóknum á
sundhraða fiska. En athuganir
29