Úrval - 01.03.1960, Síða 35

Úrval - 01.03.1960, Síða 35
1 HVE HRATT SYNDA FISKAR? þrek á skemmri vegalengdum, — orku, sem fráleitt er að ætl- ast til að þeim gefi enzt til lengri ferðalaga. Þvi lengra, sem þeir synda, eða er ætlað að synda, því minni verður há- markshraðinn. 1 sínu eðlilega umhverfi virðast nær allir fisk- ar kjósa fremur stuttar, snögg- ar skorpur í breytilega stefnu, en langar, beinar lotur. Ástæð- an er augljós. Flestum fiskum nægja snögg viðbrögð og snar- ir snúningar bæði til fanga og til að forða sér. Hvað þá um aðrar sækindur — til dæmis hvalina? Fram að þessu hefur eini mælikvarðinn á sundhraða hvala, — stórra sem smárra, — verið ganghraði skipa, enda þótt nú orðið sé hægt að ala hnísur í búrum. Al- kunna er tilhneiging hjá höfr- ungum og hnísum til að synda í kapp við skip. Það hefur ver- ið sannreynt að tveggja metra langir höfrungar geta synt með að minnsta kosti 32 kílómetra hraða á klukkustund, og skiðis- hvalir, allt að 30 metra langir og meira en 100 lestir að þyngd, með sama hraða. Þessi stað- reynd hefur valdið mönnum miklum heilabrotum, og var það dr. Gray, sem fyrstur vakti at- hygli manna á fyrirbærinu. Getum hefur verið leitt að því, að orka hvers kílógramms af vöðva spendýrs fari sennilega ekki yfir 0,02 hestöfl. Ef mót- staða sjávar, sem hvalurinn klýfur, samsvarar mótstöðu tJRVAL gegn stirðu líkani í drætti, myndi hundrað lesta hvalur, sem syndir með 32 kílómetra hraða, þurfa 400 til 500 hest- afla orku. Fræðilega séð er þetta ekki meiri orka en svo, að vöðv- ar hvalsins ættu að geta fram- leitt hana, en mönnum reikn- ast hins vegar svo til, að hjarta hvalsins áorki ekki nema sex- tíu til sjötíu hestöflum. Höfr- ungur, sem syndir með meira en þrjátíu og tveggja kílómetra hraða á klukkustund, þyrfti að orka 0,12 til 0,14 hestöflum fyr- ir hvert vöðvakílógramm, sem er sex til sjöföld orka á við þá, sem mest er talin hugsanleg í spendýrsvöðva. Ýmsar tilgátur hafa komið fram til skýringar á fyrirbærinu. Til dæmis er hugsanlegt að orka hvers kíló- gramms vöðva í sjávardýrum sé mun meiri en menn hafa tal- ið ástæðu til að ætla. Einnig má ímynda sér að mótstaða eða tregða, sjávar gegn lifandi hval á sundi, sé minni en gegn stirðu líkani í togi. Hreyfingar líkam- ans dragi sem sagt með ein- hverjum hætti úr viðspyrnunni og minnki þannig aflið sem þrýstir gegn framrás hvalsins gegnum sjóinn. Ef slíkt yrði sannað gæti það haft hinar þýðingarmestu afleið- ingar í för með sér — til dæmis í sambandi við kafbátasmíði. Þessi möguleiki er meðal á- stæðanna fyrir því, að unnið er að vísindalegum rannsóknum á sundhraða fiska. En athuganir 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.