Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 31
Hve hratt synda fiskar?
ÞAÐ BER oft við að fregnir
berast um vísindalegar rann-
sóknir á einhverju tilteknu við-
fangsefni frá mörgum stöðum í
senn, og vissi enginn um tilraun-
ir annars. Framkvæmdar hafa
verið athuganir á sundhraða
dýra í Bretlandi, Bandaríkjun-
um og Þýzkalandi samtímis, og
eru niðurstöðurnar hinar fróð-
legustu. Fram að þeim tíma
byggðust upplýsingar um þetta
efni svo til eingöngu á ágizkun-
um sportveiðimanna og fiski-
manna.
Einn af fyrstu líffræðingun-
um, sem lagði fyrir sig rann-
sókn á sundi dýra var Sir James
Gray, prófessor við Cambridge
háskóla. Gray prófessor mældi
sundhraða ýmissa smáfiska,
vatnakarfa, lækjarlonta, gedda
Fagur er fiskurinn, flýgur hann í
sjónum, með rauða kúlu á mag-
anum og bröndóftur á halanum
— — — Þetta er mjög handa-
hófsleg lýsing á fiski. Enda fer
hér á eftir frásögn J. H. S. Blax-
ters af vísindalegum mælingum á
því, hve hratt einstakar tegundir
fiska geta synt.
og silunga — allt voru þetta
vatnafiskar, frá fimm þumlung-
um upp í níu þumlunga á lengd.
Hann ljósmyndaði þá með kvik-
myndavél og hafði merktan flöt
í baksýn. Síðan bar hann saman
stöðu fiskanna á hinum ýmsu
myndum, og komst að þeirri
niðurstöðu með samanburði á
hraða kvikmyndatökuvélarinnar
og hinum merktu flötum, að
þessir fiskar gætu synt með
25