Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 41
HUGSUN OG TILFINNING
skilgreint á þá lund, að það
sé samanlögð niðurstaða hugs-
unar, tilfinningar og athafnar.
ímyndið ykkur veru, varanlega
og gjörsamlega meðvitundar-
lausa, og þið komist ekki nær
því að sjá fyrir ykkur lífveru
án hugar. Horfið á liðið lík, og
þið skynjið á stundinni, að hvað
svo sem öðru við víkur, þá er
hugur þess horfinn, í þeirri
merkingu, sem við skiljum
hann. Það fer ekki á milli
mála, að það eru eðli og þroski
mannshugans, sem eru aðal
hans og gefa honum öðru
fremur sérkenni.
Af þessu má sjá, að skoðun
hugans er ein hinna mikilvæg-
ustu rannsókna, sem maðurinn
getur á hendur tekizt, og enda
þótt hún hljóti að nokkru leyti
að byggjast á skilningi á heila-
starfseminni, þá nægir sá skiln-
ingur augljóslega ekki einn
saman. Ef við athugum til
dæmis lokastig sjón-starfsem-
innar í heilanum, þá greinum
við hana sem mynztur, er verða
til í raf- og efnasamböndum
heilafrumanna. En hinum lif-
andi manni er þetta mynztur í
URVAL
raun og reynslu sjón. Svo að
hugurinn sjálfur hlýtur að telj-
ast annað og meira en slíkt
mynztur í heilanum, því mynztr-
ið að tarna breytist jafnótt í
beina reynslu, sem aðeins verð-
ur skynjuð af hlutaðeigandi
manni. Hversu nákvæm og full-
komin, sem rannsókn okkar
væri á allri starfsemi manns-
heilans, gætum við aldrei öðlast
beina reynslu af sjón hans,
hugsunum hans eða tilfinning-
um hans.
Hugurinn er miklu meira en
skynjun, meira en hugsun,
meira en tilfinning, meira en
athöfn. Hann er kjarni alls þess,
sem við erum og tekur langt
fram sérhverri skilgreiningu
og hverri þeirri eftirlíkingu,
sem við getum gert, jafnvel með
aðstoð hans. Setjum sem svo,
að okkur tækist einhvemtíma
að gera fullkomna eftirlíkingu
af heilanum. Við kynnum að
komast að raun um það, að
mælikvarðinn á fullkomleika
hennar væri beinlínis sá, hversu
vel við væmm útilokaðir frá
reynslu þess hugar, sem eftir-
líkingin okkar hefði að geyma.
„Friður í alþjóðamálum“ þýðir í raun og veru ekkert annað
en að þá stendur yfir tímabil lyga og svika milli tveggja
styrjalda. — Ambroise Bierce.
o----o
1 kaupfélagi einu úti á landi, þar sem mikið og ört er verzlað
yfir sumarmánuði, var spurt eftir einhverri vöru í sölubúð
félagsins. Varningurinn var ekki til, og kaupfélagsstjórinn
sagði heldur mæðulega:
„Það þýðir ekkert að kaupa inn, það er allt rifið út jafnóðum."
35