Úrval - 01.03.1960, Síða 33

Úrval - 01.03.1960, Síða 33
HVE HRATT SYNDA FISKAR? þorsks, ýsu og nokkurra fleiri tegunda að litlu leyti. Við höf- um reynt ýmsar aðferðir. Sú fyrsta var að kanna hve mikl- um straumi þessir fiskar and- æfðu í laug í Hafrannsókna- deildinni í Aberdeen háskóla. Nú setjum við fiskana í pípu úr gleri eða plasti og dælum gegn um hana sjó með mismunandi hraða. Við aukum straumhrað- ann smám saman, þar til fisk- urinn, sem þvínær undantekn- ingarlaust syndir gegn straumi, hættir að hafa við, og tekur að láta undan síga. Þegar hann rekur sporðinn í speldi, sem er undan straumi, tekur hann venjulega viðbragð, syndir af ýtrustu kröftum og tekst venjulega að synda að öðru speldi, sem er andstreymis við hann. Viðbragðið er venjulega mælt með skeiðklukku, og sund- hraðinn reiknaður út frá því og straumhraðanum. Þetta gerum við með pípu, sem er tæpur hálfur annar metri á lengd og þrír þumlung- ar í þvermál. Til þess að fá næg- an straum í víðari pípur, handa stórum fiski, þyrfti mjög dýr- an dæluútbúnað, svo við fund- um annað ráð til þess að gera straum. Við notuðum hólk úr galvaníséruðu járni, tólf þuml- unga í þvermál. Hólkinn festum við undir sjómáli á vélbáti okk- ar. Á báðum endum hólksins eru grindur á hjörum til þess að hægt sé að setja í hann fisk. Ofan á hólknum er svo gluggi URVALi til þess að við getum fylgzt með fiskinum. Straumurinn gegnum hólkinn fer svo auðvit- að eftir mismunandi hraða vél- bátsins á sjónum. Við notum einnig aðra tækni. Við setjum fiska í kyrran sjó í tíu metra langri og rösklega 65 sentímetra breiðri steinsteyptri þró. Við látum þá syndá með því að snerta sporðblöðkuna, sem oftast nægir til þess, að þeir bregði rösklega við. Þróin er merkt í fetum og við mælum sundhraðann með skeiðklukku. Niðurstaða rannsókna okkar er sú, að spretthörðustu fiskarnir, er við höfum reynt, séu makríll og sjóbirtingur. Tólf til fimm- tán þumlunga langir fiskar þessara tegunda geta náð tíu til þrettán kílómetra hraða á klukkustund. Síld, ýsa og lýsa — tólf þumlungar á lengd, ná fimm til 10 kílómetra hraða á klukkustund, og þorskurinn er enn hægskreiðari. Þorskur, sem er nær 65 sentímetrar á lengd virðist til dæmis ekki komast hraðar en 8 kílómetra á klukku- stund. Yfirleitt vex annars há- markssundhraðinn með lengd fisksins, og er að meðaltali um sex eða sjöföld skrokklengd á sekúndu. Þetta er heldur minni hraði en sá, sem dr. Bainbridge reiknaði út, því hann gerði ráð fyrir tífaldri skrokklengd á sek. Við teljum hugsanlegt að ástæð- an sé sú, að við höfum látið okkar fiska synda heldur lengra við mælingu sundhraðans. 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.