Saga - 2020, Side 22
3.
Flestir helstu viðburðir Íslandssögunnar hafa í raun gerst í útlöndum, það
sem mest hefur mótað líf okkar á nær alltaf rætur að rekja til útlanda. Í
fámennu landi á jaðri siðmenningarinnar eru sögulegir tímar innflytjendur.
Hverfum rúmlega 100 ár aftur í tímann. Ég hef á undanförnum árum
skrifað þrjár bækur um árin 1914–1918; stríðið mikla, fullveldi Íslands og nú
síðast spænsku veikina. Þetta voru sannarlega viðburðarík ár. Og í öllu
heimildagrúskinu samhliða bókaskrifunum varð ég þess fljótt áskynja hversu
sterkt margir hér á landi skynjuðu þessi ár sem sögulega tíma.
Þetta má strax greina í blaðaskrifum síðsumars 1914 þegar vopnaskakið
mikla hófst í Evrópu. Enn greinilegar kemur það þó í ljós árin 1918 og 1919
enda gekk ýmislegt á: Keisaradæmi liðu undir lok, heimssöguleg bylting
var gerð í Rússlandi, ný Evrópuríki spruttu upp, í Miðausturlöndum voru
dregin ný landamæri eftir að Tyrkjaveldi leið undir lok og í Versölum var
undirritaður afdrifaríkur friðarsamningur sem í stað þess að tryggja varan-
lega frið sáði fræjum haturs og ófriðar. Á sama tíma fengu konur kosninga-
rétt í hverju landinu á eftir öðru. Í heimsstyrjöldinni og því pólitíska umróti
sem henni fylgdi má segja að línurnar hafi verið lagðar fyrir átakasögu tutt-
ugustu aldar. Þar liggja rætur fasismans á Ítalíu og nasismans í Þýskalandi,
Sovétríkin voru skilgetið afkvæmi heimsstyrjaldarinnar fyrri.
Árið 1918 var „stórviðburða-ár“, bæði erlendis og hér heima, skrifaði
Þorsteinn Gíslason ritstjóri Lögrjettu í janúar 1919.8 „En árið, sem nú er að
byrja,“ bætti hann við, „getur orðið enn merkilegra og minnisstæðara ókomn-
um öldum, vegna þess, að á því verða dregnar fyrstu gildu ályktanirnar af
öllu því, sem á undan er gengið, og stefnulínur markaðar nýjum brautum,
sem ætlast er til að liggi langar leiðir inn í framtíðina.“ Síðan segir Þorsteinn:
Við, sem nú lifum, erum tímamótamenn. Það getur ekki hjá því farið,
að þeir viðburðir, sem hafa verið að gerast á undanförnum árum og
enn eru að gerast í heiminum í kring um okkur, geri tímaskil í veraldar-
sögunni, einhver hin stórfengilegustu tímaskil, sem þar hafa nokkru
sinni orðið. Hugsum okkur nokkurt árabil aftur í tímann, og að við þá
opnum kenslubók í veraldarsögunni. Nýjasti höfuðþátturinn hefst þá
ekki með stjórnarbyltingunni í Frakklandi. Þar fyrir aftan verður komin
önnur og stærri fyrirsögn. Nýjasti höfuðþátturinn byrjar á frásögn
þeirra viðburða, sem hafa verið að gerast og eru að gerast í kring um
okkur. Afleiðingar þeirra eru enn í þoku. En enginn getur efast um, að
þær verði miklar og margvíslegar. Ekki einasta á þann veg, að ríki
hrynja í rústir og ný rísa upp, og gamlir landamerkjagarðar sjeu rifnir
og nýir hlaðnir, heldur eru líka öll líkindi til þess, að hið innra skipulag
álitamál20
8 „Tímamót,“ Lögrjetta 15. janúar 1919, 3. Greinin er ekki höfundarmerkt en hún
er skrifuð af ritstjóra blaðsins, Þorsteini Gíslasyni.