Saga


Saga - 2020, Síða 22

Saga - 2020, Síða 22
3. Flestir helstu viðburðir Íslandssögunnar hafa í raun gerst í útlöndum, það sem mest hefur mótað líf okkar á nær alltaf rætur að rekja til útlanda. Í fámennu landi á jaðri siðmenningarinnar eru sögulegir tímar innflytjendur. Hverfum rúmlega 100 ár aftur í tímann. Ég hef á undanförnum árum skrifað þrjár bækur um árin 1914–1918; stríðið mikla, fullveldi Íslands og nú síðast spænsku veikina. Þetta voru sannarlega viðburðarík ár. Og í öllu heimildagrúskinu samhliða bókaskrifunum varð ég þess fljótt áskynja hversu sterkt margir hér á landi skynjuðu þessi ár sem sögulega tíma. Þetta má strax greina í blaðaskrifum síðsumars 1914 þegar vopnaskakið mikla hófst í Evrópu. Enn greinilegar kemur það þó í ljós árin 1918 og 1919 enda gekk ýmislegt á: Keisaradæmi liðu undir lok, heimssöguleg bylting var gerð í Rússlandi, ný Evrópuríki spruttu upp, í Miðausturlöndum voru dregin ný landamæri eftir að Tyrkjaveldi leið undir lok og í Versölum var undirritaður afdrifaríkur friðarsamningur sem í stað þess að tryggja varan- lega frið sáði fræjum haturs og ófriðar. Á sama tíma fengu konur kosninga- rétt í hverju landinu á eftir öðru. Í heimsstyrjöldinni og því pólitíska umróti sem henni fylgdi má segja að línurnar hafi verið lagðar fyrir átakasögu tutt- ugustu aldar. Þar liggja rætur fasismans á Ítalíu og nasismans í Þýskalandi, Sovétríkin voru skilgetið afkvæmi heimsstyrjaldarinnar fyrri. Árið 1918 var „stórviðburða-ár“, bæði erlendis og hér heima, skrifaði Þorsteinn Gíslason ritstjóri Lögrjettu í janúar 1919.8 „En árið, sem nú er að byrja,“ bætti hann við, „getur orðið enn merkilegra og minnisstæðara ókomn- um öldum, vegna þess, að á því verða dregnar fyrstu gildu ályktanirnar af öllu því, sem á undan er gengið, og stefnulínur markaðar nýjum brautum, sem ætlast er til að liggi langar leiðir inn í framtíðina.“ Síðan segir Þorsteinn: Við, sem nú lifum, erum tímamótamenn. Það getur ekki hjá því farið, að þeir viðburðir, sem hafa verið að gerast á undanförnum árum og enn eru að gerast í heiminum í kring um okkur, geri tímaskil í veraldar- sögunni, einhver hin stórfengilegustu tímaskil, sem þar hafa nokkru sinni orðið. Hugsum okkur nokkurt árabil aftur í tímann, og að við þá opnum kenslubók í veraldarsögunni. Nýjasti höfuðþátturinn hefst þá ekki með stjórnarbyltingunni í Frakklandi. Þar fyrir aftan verður komin önnur og stærri fyrirsögn. Nýjasti höfuðþátturinn byrjar á frásögn þeirra viðburða, sem hafa verið að gerast og eru að gerast í kring um okkur. Afleiðingar þeirra eru enn í þoku. En enginn getur efast um, að þær verði miklar og margvíslegar. Ekki einasta á þann veg, að ríki hrynja í rústir og ný rísa upp, og gamlir landamerkjagarðar sjeu rifnir og nýir hlaðnir, heldur eru líka öll líkindi til þess, að hið innra skipulag álitamál20 8 „Tímamót,“ Lögrjetta 15. janúar 1919, 3. Greinin er ekki höfundarmerkt en hún er skrifuð af ritstjóra blaðsins, Þorsteini Gíslasyni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.