Saga - 2020, Síða 49
við að ekki hafi „þó [verið] ráð fyrir því gert að verkið væri ritað út
frá kvennasögulegu sjónarhorni“.40 Ekki er útskýrt nánar hvað felist
í þessu kvennasögulega sjónarhorni og af hverju sagnaritun sem
ætli að leitast við að kanna trúarlega menningu kvenna falli ekki inn
í slíkan ramma. Það verður einnig að teljast harla óvenjulegt að höf-
undar svo viðamikils rits, en ritið kom út í fjórum veglegum bind -
um, taki sérstaklega afstöðu til þess hvaða sjónarhorni sé ekki beitt
í verki sem svo sannarlega hafði alla burði til að skoða viðfangsefni
sitt út frá fjölbreyttum sjónarhornum. Páll Björnsson gerði þetta að
umtalsefni í bókadómi sínum í Skírni en þar undraðist hann að
hvergi væri fjallað um kirkjuna sem vígi karlmennskuforræðis þrátt
fyrir að sú mynd blasti við. Í því samhengi nefndi hann að sjónar-
horn kynjasögunnar, með áherslu á myndun og mótun kynja ímynda
í samhengi við valdastofnun á borð við kirkjuna, gæti varp að mikil -
vægu ljósi á einn þeirra þátta sem bjó til og viðhélt jaðar stöðu
kvenna innan vestrænnar menningar.41 Greining Páls er sérstaklega
áhugaverð í ljósi þess að ekki er hægt að saka höfunda bókarinnar
um vanþekkingu á kynjasögulegu sjónarhorni.42 Ekki er loku fyrir
það skotið að tilefni bókarinnar, 1000 ára afmælishátíð kristnitöku á
Íslandi, og styrkur Alþingis hafi mögulega haft áhrif á efnistökin og
sá rammi meðvitað eða ómeðvitað sveigt þau inn á lendur hefð -
bund innar sagnaritunar.
Í þessu samhengi er vert að hlaupa aftur örlítið fram í tímann og
minnast á grein Ragnheiðar Kristjánsdóttur í Sögu 2014 þar sem hún
gerði valdsækni stjórnmálasöguritunar á Íslandi að umtalsefni. Hún
benti á að þrátt fyrir að kynjasögulegt sjónarhorn við sögulega
greiningu væri orðið viðtekið í umræðu um sagnfræði færi minna
fyrir því að því væri markvisst beitt. Jafnvel þó að grunnrannsóknir
hefðu leitt til þess að brautryðjendur kvennabaráttunnar fengju
aukið rými í almennri umfjöllun um stjórnmál takmarkaðist hún við
þær konur og framboð sem hefðu mælanleg áhrif. Því væri hætt við
landnám kynjasögunnar á íslandi 47
40 Hjalti Hugason, „Frumkristni og upphaf kirkju,“ viii.
41 Páll Björnsson, „Er hægt að skrifa hlutlægt um andlega menningu?,“ Skírnir
175, nr. 1 (2001): 222–269, hér 226–227.
42 Sem dæmi má nefna að einn höfundanna, Loftur Guttormsson, var líklega með
þeim fyrstu sem notaði hugtak á borð við „karlræðisþjóðfélag“ til að lýsa sam-
félagi átjándu aldar, sjá: Loftur Guttormsson, Bernska, ungdómur og uppeldi á ein-
veldisöld. Tilraun til félagslegrar og lýðfræðilegrar greiningar. Ritasafn Sagnfræði -
stofnunar 10 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun, 1983), 194.