Saga - 2020, Blaðsíða 57
samspil þessara ólíku þátta til greiningar og í anda kynjasögunnar
liggur hugmyndin um valdatengsl til grundvallar. Í gegnum slíkan
kenningaramma getur hugtakið hinsegin saga fangað veruleika og
þræði sem falla utan nútíma sjálfsmyndarhugtaka á borð við hommi
eða lesbía.64 Gott dæmi er greining Þorsteins Vilhjálmssonar á Lærða
skólanum sem hinsegin rými þar sem skólapiltar gátu prófað sig
áfram með samkynja ástir og rómantík. Rannsóknin byggir á dag -
bók Ólafs Davíðssonar náttúrufræðings en hún er ekki eingöngu
persónulegur vitnisburður hans um ástarsamband hans og Geirs
Sæmundssonar heldur einnig „lýsing á einhverju stærra: sameigin-
legu andlegu og líkamlegu rými, … stað sem bauð tímabundið upp
á óvenjulega mikið svigrúm, andlega og líkamlega, hvað varð aði
kynferðislegar langanir og þrár“.65 Rannsókn Þor steins kallast
skemmtilega á við áðurnefnda doktorsritgerð Erlu Huldu Halldórs -
dóttur þar sem kvennaskólarnir voru skoðaðir sem rými til að takast
á við og um kynhlutverk.
Sú gróska í rannsóknum á hinsegin sögu sem hófst 2016 afhjúp -
aði heldur afgerandi kynjaslagsíðu. Þær heimildir og vitn eskja sem
var til staðar hverfðist nær eingöngu um karlmenn og lítið sem ekk-
ert var vitað um hinsegin konur fyrir þann tíma sem lesbíur stigu
fram sem hluti af þeim hópi sem stóð í forsvari fyrir réttindabaráttu
samkynhneigðra.66 Til að sporna við þessu tóku aðstandendur
greinasafnsins sig til í samstarfi við Samtökin ’78 og efndu til heim-
ildasöfnunarverkefnisins Hinsegin huldukonur þar sem markmiðið
var að finna og miðla heimildum um hinsegin kynverund kvenna
landnám kynjasögunnar á íslandi 55
64 Sjá til dæmis: Julian Carter, „On Mother-Love: History, Queer Theory and
Nonlesbian Identity,“ Journal of the History of Sexuality 14, nr. 1–2 (2005): 107–
138; Dagmar Herzog, History of Sexuality in Europe: A Twentieth-Century History.
2. útg. (Cambridge: Cambridge University Press, 2013); Judith Schuyf, „Hid -
den from History? Homosexuality and the Historical Sciences,“ í Lesbian and
Gay Studies: An Introductionary Interdiciplinary Approach, ritstj. Theo Sanfort,
Judith Schuyf, Jan Wilhelm Duyvendak og Jeffrey Weeks (London: Sage
Publications, 2000).
65 Þorsteinn Vilhjálmsson, „„Að hafa svo mikið upp úr lífinu sem auðið er“.
Ólafur Davíðsson og hinsegin rými í Lærða skólanum á nítjándu öld,“ Saga 56,
nr. 1 (2018): 49–79, hér 76–77. Sjá einnig Hundakæti. Dagbækur Ólafs Davíðssonar
1881–1884, útg. Þorsteinn Vilhjálmsson (Reykjavík: Mál og menning, 2018).
66 Mikilvæg undantekning á þessu er grein Soffíu Auðar Birgisdóttur, „Hið
„sanna kyn“ eða veruleiki líkamans? Hugleiðingar spunnar um frásögn af
Guðrúnu Sveinbjarnardóttur,“ Ritið 17, nr. 2 (2017): 39–77.