Saga - 2020, Page 62
Sérviskur eða meginstraumur?
Afmælisár þjóðhetjukarlsins Jóns Sigurðssonar var á margan hátt
táknrænt. Annars vegar má segja að ákveðin afhelgun á Jóni hafi
farið fram, dómur kvennanna í Sögu hallaðist að því að ímynd hans
væri í besta falli heldur stöðnuð og einsleit en í versta falli leiðinlega
vammlaus og rykfallin. Bók Páls Björnssonar sýndi fram á að ímynd
hetjunnar samræmdist ekki raunsönnum lýsingum á fortíðinni „eins
og hún var“, svo vitnað sé til frægs sagnfræðings, heldur væri hún
samsett úr frásögnum sem litaðar væru af pólitík, upphafningu og
fyrst og síðast kynjuðum klisjum. Umræðan um afhelgun Jóns kom
fyrst og fremst úr ranni fræðanna en meðal lesenda úr íhaldssamari
vængnum þóttu slíkar áherslur „sérviskulegar“. Hins vegar sýndu
umræðurnar um kennslubókina umdeildu, Sögueyjuna, að enn benti
fátt til þess að gildi og markmið kvennasögunnar um sýnileika
kvenna í sagnaritun væru á undanhaldi. Hlutur kvenna í söguritun
sem var ætluð fyrir afar stóran lesendahóp var nánast enginn og
karlar einokuðu sviðið.
Hér að framan var því velt upp hvort kynjasögulegar aðferðir
og sjónarhorn gætu undið ofan af slíkri frásagnarhefð sem einkenn-
ist af þröngu sjónarhorni og einsleitum hópi gerenda. Ef til vill
hefur umfjöllunin gefið til kynna að slík sagnaritun þurfi að vera
þrungin kenningum og tyrfinni heimildatúlkun en svo þarf alls
ekki að vera. Gott dæmi um verk sem hefur á áreynslulausan hátt
nýtt sér kynjasögulega túlkun við greiningu er bók Gunnars Þórs
Bjarnasonar, Þegar siðmenningin fór fjandans til frá 2016, sem fjallar
um hvernig fyrri heimsstyrjöldin kom Íslendingum fyrir sjónir.81 Í
verkinu, sem ætlað var almennum lesendum, var tekið til skoðunar
efni sem löngum hefur haft á sér karlmennskulegan blæ, fyrri
heimsstyrjöldin. Útgangspunkturinn var ekki hinar hefðbundnu
persónur og leikendur heldur birtingarmyndir stríðsins á Íslandi. Í
dómi um bókina segir að þrátt fyrir að Gunnar hafi á tíðum notast
við „fullhefð bundnar áherslur“ hafi hann gert sér far um að nýta
sér kynjasögulega greiningu til að draga fram ný sjónarhorn á
stríðsreksturinn. Meðal annars nýtti hann heimildir kvenna til að
greina hvernig stríðið birtist, til dæmis með því að fjalla um frá-
hafdís erla hafsteinsdóttir60
81 Gunnar Þór Bjarnason, Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og heim-
styrjöldin fyrri (Reykjavík: Mál og menning, 2016).