Saga


Saga - 2020, Síða 70

Saga - 2020, Síða 70
almennri guðsþjónustu og þannig verið liður í opinberri safnaðar- athöfn.14 Tilkoma heimagrafreitanna leiddi því til umtalsverðra breytinga á útfararsiðum landsmanna. Hér verður grafist fyrir um ris og hnig þessarar nýbreytni og afstöðu þeirra sem einkum tóku þátt í mótun hennar: bænda, biskupa og veraldlegra stjórnvalda. Sjónarhorn og staða þekkingar Með tilliti til þeirrar festu sem ríkt hafði um þá venju að grafa lík einvörðungu í kirkjugörðum er ekki að undra að nýbreytnin gekk ekki hljóðalaust fyrir sig. Vissulega var veitt formleg heimild fyrir fyrsta heimagrafreit landsins, að Fiskilæk í Leirár- og Melahreppi, árið 1878 án þess að yfirvöld sæju nokkuð því til fyrirstöðu í kirkju- legu tilliti. Hugmyndin kom þeim þó einkennilega fyrir sjónir og hefur nýjabrumið þar valdið mestu.15 Skömmu síðar hófst á hinn bóginn óróleikatímabil þegar fólk brá jafnvel á það ráð að jarða vensla fólk sitt heima fyrir og „utan garðs“, það er í óvígðri mold, án heimildar yfirvalda og jafnvel án aðkomu prests eða að minnsta kosti án þess að prestur fengist til að varpa rekunum sem þó var tal- inn óhjákvæmilegur hluti kirkjulegrar útfarar. Sýnir þetta að nýjungin ruddi sér til rúms fyrir þrýsting bænda en hér var einkum um hreyfingu meðal þeirra að ræða eins og sýnt verður fram á í þriðja kafla greinarinnar. Þar verður gerð grein fyrir þeim þrýstingi sem bændafólk beitti í upphafi til að ná fram óskum sínum um heimagröft. Frá upphafi gætti aftur á móti andstöðu frá kirkjunnar hálfu og þó sérstaklega í öndverðri biskupstíð Jóns Helgasonar á öðrum áratug tuttugustu aldar og síðar Sigurbjörns Einarssonar frá um 1960. Um afstöðu þeirra verður fjallað í fjórða kafla. Þar verður lýst þeim sjónarmiðum sem kirkjunnar menn og þá einkum bisk up - ar settu fram til varnar hefðbundnum jarðarförum í sóknarkirkju- görðum. Má í raun líta svo á að í áhuga bænda á að taka upp heima- gröft og andstöðu biskupanna komi fram átök um það í hverju kirkjuleg útför felist og þó einkum hvað talist geti góð útfararmenn- ing. Í fimmta kafla verður loks gerð grein fyrir stefnumörkun stjórnar - ráðsins um málefnið en hún var mjög breytileg á tímabilinu. hjalti hugason68 14 Erlingur Friðjónsson, Fyrir aldamót: Endurminningar Erlings Friðjónssonar (Reykja - vík: Menningar- og fræðslusamband alþýðu, 1959), 150–154. 15 ÞÍ (Þjóðskjalasafn Íslands). Íslenska stjórnardeildin. XV.10. Islands Journal 15, nr. 347. Landshöfðingi til íslensku stjórnardeildarinnar 15. mars 1878.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.