Saga


Saga - 2020, Side 83

Saga - 2020, Side 83
konar höfuðból ættarinnar. Aðalástæðan var þó heilsufar Ingibjargar og þau áhrif sem skyndilegt andlát Eiríks hafði haft á hana. Kvaðst prófastur óttast að það kynni að hafa alvarlegar afleiðingar að hafna óskum hennar um heimagröft.75 Sorg eftirlifandi maka virðist líka hafa valdið miklu um að stofn - aður var grafreitur að Breiðavaði í Eiðasókn árið eftir en þá lést Guðlaug Jónsdóttir, eiginkona Jónasar Eiríkssonar sem þá var að láta af skólastjórn á Eiðum og flytja að Breiðavaði. Jónas fór þess á leit við Einar í Kirkjubæ að hann jarðaði Guðlaugu þar heima og varð hann við því áður en leyfis var aflað. Kvaðst Einar hafa látið til leiðast vegna þess hve „heilög“ ósk Guðlaugar um heimagröft var í huga Jónasar. Bar hann einnig við ástríki hjónanna, sorg ekkilsins sem og guðhræðslu beggja hjónanna og kvaðst loks hafa ráðist í að jarða Guðlaugu á sama hátt og með sömu skilyrðum og Eirík í Bót. Þrátt fyrir þetta kvaðst Einar almennt mótfallinn heimagreftri.76 Virðist sem hann hafi tekið á þessum tveimur málum út frá sál- gæslusjónarmiðum þótt hann þar með færi út á jaðar þess sem emb- ætti hans heimilaði honum. Prófastinum fannst þó sýnilega nauð - syn legt að réttlæta gerðir sínar er hann lét undan þrýstingi bænda. Í þeim varnöglum sem hann sló örlar á varnarleik kirkjunnar manna í átökunum sem hafin voru um útförina. Í Bót og á Breiðavaði virðast fyrst og fremst tilfinningalegar ástæð ur hafa legið því til grundvallar að farið var á svig við hefð - bundna útfararsiði, það er sorg og harmur eftirlifandi maka sem óskuðu að hafa gröf ástvinar sem næst sér. Sorg og söknuður auk óskar deyjandi ástvinar olli því líka að árið 1908 fóru hjónin Einar Gunnlaugsson og Margrét Jónsdóttir á Höskuldsstöðum í Breiðdal fram á við prófast að hann útvegaði þeim heimild stjórnarráðsins til að taka upp grafreit á jörð sinni. Höfðu þau þegar jarðað þar unga dóttur sína að hennar eigin ósk í banalegunni. Hafði sóknarprestur- inn, Þorsteinn Þórarinsson í Heydölum, látið til leiðast að jarða hana í hinum „fyrirhugaða grafreit“. Þorsteinn kvaðst ekki hafa fengið af sér að synja um þessa ósk enda mælti öll sanngirni með að leyfið yrði veitt. Líklega hefur presturinn þó aðeins kastað moldum á líkið sem þá hefur verið búið að grafa er hann kom að Höskulds - átökin um útförina 81 75 ÞÍ. Bps. C.V.33.A. Bréf til biskups frá prestum og leikmönnum. Einar Jónsson til biskups 4. febrúar 1905. 76 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa. B/24-16. Bréfasafn. Einar Jónsson til bisk- ups 21. júlí 1906.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.