Saga


Saga - 2020, Page 86

Saga - 2020, Page 86
Í desember 1909 ritaði eftirmaður Hallgríms, Þórhallur Bjarnar - son sem þá hafði nýlega tekið við biskupsdómi, stjórnarráðinu um brot á ýmsum skilyrðum leyfisbréfa vegna grafreita á Ketilsstöðum og í Arnkelsgerði á Völlum en á báðum stöðum bjuggu menn úr frí- kirkjusöfnuði sem stofnaður hafði verið á svæðinu. Við það tækifæri kvað hann að upptöku heimagrafreita á Austurlandi mætti líkja við faraldur en þeir voru þá orðnir tíu að tölu. Kvað hann þróunina ekki ákjósanlega frá kirkjulegu sjónarmiði auk þess sem hún gæti verið varhugaverð í heilbrigðislegu tilliti.84 Sýnir þetta að biskuparnir voru andvígir þeim breytingum sem uppi voru á grafsiðnum án þess að þeir legðust gegn einstökum um sóknum. Þegar hér var komið sögu var líka búið að gefa þó nokk ur fordæmi en 1910 voru grafreitirnir orðnir 15. Því var al - mennra aðgerða þörf til að vinna gegn þróuninni. Andstaða bisk- upsembættisins var því framan af eftirlátssöm og fólst í að freista þess að vinna gegn fjölgun grafreita með upplýsingagjöf og al mennu aðhaldi sem þá einkum beindist að prestum. Hefur biskupunum lík- lega þótt ómannúðlegt að beita sér gegn óskum fólks í viðkvæmum aðstæðum. En stofnun heimagrafreita tengdist oft andláti annað tveggja með því að deyjandi fólk óskaði heimagreftrunar eða ætt- ingjar nýlátinna sóttu um slíka heimild. Þegar svo stóð á var torvelt að synja um heimild sem öðrum hafði þegar verið veitt. Svo virðist því sem biskupunum hafi verið umhugað um að tekið væri tillit til sálgæslusjónarmiða auk þess sem gætt væri jafnræðis. Jón Helgason tók við biskupsembætti af Þórhalli Bjarnarsyni í desember 1916. Hann var mun einarðari í andstöðu sinni gegn heimagrafreitum og taldi lengst af embættisskyldu sína að berjast gegn þeim.85 Líkt og fyrirrennarar hans leit Jón svo á að heimagröft- ur væri almennt óþarfur og virtist oftast sprottinn af sérvisku eða sundurgerð sem ekki væri ástæða til að sýna undanlátssemi. Hann kvað heimagrafreiti óheppilega út frá kirkjulegu sjónarmiði þar sem hjalti hugason84 84 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa. B/60-5. Bréfasafn. Biskup til stjórnar - ráðsins 22. desember 1909. Sjá og umsögn Þórhalls Bjarnarsonar um grafreit að Skeggjastöðum í Fellum. ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa. B/84-16. Bréfa - safn. Biskup til stjórnarráðsins 30. apríl 1910. Fríkirkjusöfnuðurinn var stofn - aður vegna óánægju með veitingu Vallanessprestakalls eftir sameiningu þess við Þingmúla en ekki af kenningarlegum ágreiningi. Björk Ingimundar dóttir, Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi I, 170–171. 85 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa. B/690-1. Bréfasafn. Biskup til stjórnar - ráðsins 20. apríl 1929.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.