Saga


Saga - 2020, Page 110

Saga - 2020, Page 110
Samkvæmt frásögn vitna um fyrrgreint atvik á gamlársdag höfðu hjónin verið að þrátta um síróp sem hafði farið til spillis og farið að takast á. Hafi Sigurður þá hrint Vilborgu aftur á bak á höfða gafl rúmsins, tekið um úlnliðinn og haldið henni fastri þar til að einn vinnumaðurinn skarst í leikinn. Um nóttina hafi Vilborg kastað upp, bakið var bólgið og hana verkjaði og næstu daga átti hún erfitt með að komast úr rúmi sökum kvala. Að mati dómara höfðu vitnaleiðslur leitt í ljós að Sigurður hafi þann 31. desember meðhöndlað konu sína „ónotalega, skammarlega og ókristilega“ og fyrir það skyldi hann „examplarifer ad straffast“ og hjónabandinu slitið. En þar sem Vilborg vegna góðmennsku sinnar bað manni sín- um vægðar fáum við ekki að vita hvaða refsing var upphaflega fyrir huguð.50 Í Jónsbók, sem enn var í gildi, er ekki ákvæði sem tekur sérstaklega til ofbeldis gegn maka en viðurlög við líkamsárás- um voru sektargreiðslur til konungs.51 Hafi komið til greina að dæma eftir Norsku og Dönsku lögum Kristjáns V. (sjá nánar síðar) voru viðurlög í slíku tilviki erfiðisvinna á Brimarhólmi í Danmörku eða önnur þung refsing sem tók mið af standi og ásigkomulagi eig- inmanns.52 Vilborg hafði engan ávinning af því að manni hennar væru dæmdar háar sektargreiðslur sem rynnu til yfirvalda eða hann sendur til fangelsisvistar í Danmörku. Það var hennar hagur að Sigurður gæti tekið þátt í framfærslu barns þeirra eftir skilnað og að félagsbú þeirra héldist óskert og þar með hennar helmingur af sam- eign þeirra.53 Bág efnaleg staða, en ekki endilega samúð með manni sínum, er líkleg skýring á beiðni Vilborgar um að maður hennar hlyti væga refsingu. Sambærilegar ástæður lágu að baki beiðnum margra kvenna sem á fyrri hluta nítjándu aldar sóttu um mildun og eftirgjöf sekta vegna framhjáhalds eiginmanna sinna. Ástæðan var fátækt, fólk gat einfaldlega ekki borgað.54 brynja björnsdóttir108 50 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Ísafjarðarsýsla GA/1. Dómabók 1805–1817, 41–44. 51 Jónsbók, 114–115. 52 Kong Christians þess fimta Norsku løg, 6. bók, 5. kafli, gr. 7. 53 Samkvæmt skráningu í kirkjubók um giftingu Vilborgar og Sigurðar sömdu þau um helmingafélag á eignum í hjúskap, sjá ÞÍ. Kirknasafn. Prestþjón ustu - bók Norður-Ísafjarðarprófastsdæmis — Eyri í Skutulsfirði BA/1 1785–1815, 149. 54 Már Jónsson, „Konur fyrirgefa körlum hór,“ Ný saga 1 (1987): 70–78, hér 72–74; Nina Javette Koefoed, „Regulating eighteenth-century households. Offences against the fourth and the sixth commandments as criminal behaviour,“ í Cultural Histories of Crime in Denmark, 63.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.