Saga - 2020, Blaðsíða 110
Samkvæmt frásögn vitna um fyrrgreint atvik á gamlársdag
höfðu hjónin verið að þrátta um síróp sem hafði farið til spillis og
farið að takast á. Hafi Sigurður þá hrint Vilborgu aftur á bak á
höfða gafl rúmsins, tekið um úlnliðinn og haldið henni fastri þar til
að einn vinnumaðurinn skarst í leikinn. Um nóttina hafi Vilborg
kastað upp, bakið var bólgið og hana verkjaði og næstu daga átti
hún erfitt með að komast úr rúmi sökum kvala. Að mati dómara
höfðu vitnaleiðslur leitt í ljós að Sigurður hafi þann 31. desember
meðhöndlað konu sína „ónotalega, skammarlega og ókristilega“ og
fyrir það skyldi hann „examplarifer ad straffast“ og hjónabandinu
slitið. En þar sem Vilborg vegna góðmennsku sinnar bað manni sín-
um vægðar fáum við ekki að vita hvaða refsing var upphaflega
fyrir huguð.50 Í Jónsbók, sem enn var í gildi, er ekki ákvæði sem
tekur sérstaklega til ofbeldis gegn maka en viðurlög við líkamsárás-
um voru sektargreiðslur til konungs.51 Hafi komið til greina að
dæma eftir Norsku og Dönsku lögum Kristjáns V. (sjá nánar síðar)
voru viðurlög í slíku tilviki erfiðisvinna á Brimarhólmi í Danmörku
eða önnur þung refsing sem tók mið af standi og ásigkomulagi eig-
inmanns.52 Vilborg hafði engan ávinning af því að manni hennar
væru dæmdar háar sektargreiðslur sem rynnu til yfirvalda eða hann
sendur til fangelsisvistar í Danmörku. Það var hennar hagur að
Sigurður gæti tekið þátt í framfærslu barns þeirra eftir skilnað og að
félagsbú þeirra héldist óskert og þar með hennar helmingur af sam-
eign þeirra.53 Bág efnaleg staða, en ekki endilega samúð með manni
sínum, er líkleg skýring á beiðni Vilborgar um að maður hennar
hlyti væga refsingu. Sambærilegar ástæður lágu að baki beiðnum
margra kvenna sem á fyrri hluta nítjándu aldar sóttu um mildun og
eftirgjöf sekta vegna framhjáhalds eiginmanna sinna. Ástæðan var
fátækt, fólk gat einfaldlega ekki borgað.54
brynja björnsdóttir108
50 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Ísafjarðarsýsla GA/1. Dómabók 1805–1817, 41–44.
51 Jónsbók, 114–115.
52 Kong Christians þess fimta Norsku løg, 6. bók, 5. kafli, gr. 7.
53 Samkvæmt skráningu í kirkjubók um giftingu Vilborgar og Sigurðar sömdu
þau um helmingafélag á eignum í hjúskap, sjá ÞÍ. Kirknasafn. Prestþjón ustu -
bók Norður-Ísafjarðarprófastsdæmis — Eyri í Skutulsfirði BA/1 1785–1815,
149.
54 Már Jónsson, „Konur fyrirgefa körlum hór,“ Ný saga 1 (1987): 70–78, hér 72–74;
Nina Javette Koefoed, „Regulating eighteenth-century households. Offences
against the fourth and the sixth commandments as criminal behaviour,“ í
Cultural Histories of Crime in Denmark, 63.