Saga - 2020, Page 112
niðurstöðu hans var farið að reglum hjónabandsgreina um endur-
giftingu eftir skilnaðardóma þar sem segir að í kjölfar dómsins sé
Vilborgu heimilt að giftast strax aftur en Sigurði í fyrsta lagi eftir
þrjú ár og eingöngu með leyfi konungs.58 Ákvörðun Vilborgar að
kæra mann sinn vegna ofbeldis og viðbrögð yfirvalda í þessu máli
benda til þess að framferði Sigurðar gagnvart konu sinni hafi verið
álitið óásættanlegt og refsivert athæfi. Þessa viðhorfs gætir í laga -
ákvæðum um samskipti hjóna í hegningarlögum Dönsku og Norsku
laga Kristjáns V. sem lögtekin voru hér á landi ekki síðar en árið
1838.59
Ákvæði um ofbeldi gegn maka í sautjándu aldar löggjöf
Eins og sjá má í töflu 1 er í lögunum gerður nokkur greinarmunur á
eðli ofbeldis eftir kyni geranda (maka). Gert er ráð fyrir að bæði
hjónin geti meðhöndlað maka sinn ókristilega (sbr. grein 7 og 8) og
var slíkt athæfi litið það alvarlegum augum að gerandi var fjar-
lægður af heimilinu og sendur í tukthús. Samkvæmt 9. grein gátu
hjón sem báru jafna sök á vondu samkomulagi sín á milli og hneyksl -
an legu líferni vænst sömu refsingar. Í 4. grein segir að slái konan
mann sinn og valdi honum skaða sé refsingin sú sama og ef hún
hefði slegið ókunnugan mann.60 Hins vegar er ekki kveðið á um
hvers konar skaða geti verið að ræða. Hvað felst í týrannlegri eða
ókristilegri meðferð eiginmanns á konu sinni er einnig ákaflega
loðið og óskýrt (7. grein).61 Það hefur því verið skilgreiningaratriði
og mat dómara hverju sinni hvaða háttsemi maka fellur hér undir
brynja björnsdóttir110
58 Lovsamling for Island I, 120––121; ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Ísafjarðarsýsla GA/1.
Dómabók 1805–1817, 44.
59 Lovsamling for Island XI, 161–162.
60 Kong Christians þess fimta Norsku løg, 6. bók. 5. kafli, gr. 4. Sama refsing er
viðhöfð ef húsbóndi meðhöndlar vinnuhjú og landseta sína „oløglega og otil-
bærelega“ eins og segir í gr. 10. Samkvæmt norska lagaprófessornum Schwei -
gaard er í þessum tilvikum um fébætur að ræða, sjá A. M. Schweigaard,
Commentar over den norske Criminallov I–II (Kristjania: [án útg.], 1844–1846) hér
II, 217.
61 Kong Christians þess fimta Norsku løg, 6. bók. 5. kafli, gr. 4, 7, 8, 10. Í þessari
íslensku þýðingu laganna frá síðari hluta átjándu aldar eru sömu hugtök notuð
óþýdd og í útgáfu af Norsku lögunum frá árinu 1723. Sjá Kong Christian den
femtis Norske lov (Kaupmannahöfn: [án útg.], 1723), d. 915.