Saga - 2020, Síða 136
sagan hvíldi á kenningum og aðferðum nýklassískrar hagfræði sem
gekk út frá þeim forsendum að frjálst markaðshagkerfi sé hag-
kvæmasta skipulag efnahagslífs og að maðurinn sé á öllum tímum
fyrst og fremst rökvís skynsemisvera sem leitast við að hámarka hag
sinn. Hagmælingasagan dró í efa ýmsar viðurkenndar hugmyndir í
sagnfræði en ekki vildu allir hagsögufræðingar feta þessa leið og
héldu áfram nánum tengslum við sagnfræðina og hefð bundn ar
aðferðir hennar.
Gísli Gunnarsson gekk ekki nýju hagsögunni á hönd, „hann
vildi ekki taka þátt í þessum leik“ eins og hann orðaði það síðar.1
Honum fannst „gamaldags hedonismi“ og aðrar grunnforsendur
ný klassískra hagfræðikenninga ekki gagnlegar og allra síst um gamla
samfélagið fyrir daga kapítalismans — sem varð aðalvið fangsefnið
í rannsóknum hans. Gísli var þó alls ekki fráhverfur notkun kenn-
inga í sagnfræði, þvert á móti lagði hann sig meira fram en almennt
tíðkaðist meðal sagnfræðinga um að nýta sér kenningar úr ýmsum
greinum félags- og hugvísinda, ekki síst hagfræði og mannfræði.
Eins og hagsögufræðingum er tamt studdist hann mjög við tölfræði -
legar heimildir og notaði þær oft af hugkvæmni — þótt eitt og ann -
að mætti setja út á túlkun og framsetningu hans á þeim.
Einn af helstu kostum Gísla sem sagnfræðings finnst mér til-
hneiging hans til að skrifa túlkandi heildarsögu, að skoða „allt sam-
félagið fyrr og síðar sem eina heild“ eins og hann orðaði það sjálfur.2
Hann var gjarn á að rannsaka söguleg viðfangsefni í pólitísku eða
samfélagslegu samhengi, ekki síst út frá stéttarhagsmunum. Sögu -
leg efnishyggja marxismans hafði mikil áhrif á sagnfræðilega hugs -
un Gísla eins og fram kemur í áhuga hans á að kanna hlutskipti
ólíkra stétta og áhrif stéttaskiptingar á félagslega og efnahagslega
stöðu manna. En hann hafnaði lögmálahyggjunni í kenningu Marx
og Engels um grunn og yfirbyggingu, að framleiðsluhættir væru
undirstaða samfélagsins sem mótaði hugmyndir, hugarfar, trúar-
brögð og stjórnmál. yfirbyggingin væri ekki einföld endurspeglun
á grunninum heldur væru gagnvirk áhrifatengsl þar á milli, til
dæmis hefði hugarfar og hugmyndafræði mikil áhrif á framvindu
guðmundur jónsson134
1 Gísli Gunnarsson, „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið,“ í Íslenskir sagn -
fræðingar 2. Viðhorf og rannsóknir, ritstj. Loftur Guttormsson o.fl. (Reykjavík: Mál
og mynd, 2002), 205. Gísli ræðir einnig verk sín í greininni „Íslenskt samfélag
1550–1830 í sagnaritun 20. aldar,“ Saga 38 (2000): 83–108.
2 Sjá nánar Gísla Gunnarsson, „Í draumi sérhvers manns,“ 206.