Saga


Saga - 2020, Page 160

Saga - 2020, Page 160
þótt glitti í slíkt á örfáum stöðum eins og Már bendir á (67, draumar bls. 166 og 172). Þessi dæmi geta þó bent til þess að Sæmundur hafi velt fyrir sér hvað draumarnir gætu hugsanlega táknað þótt hann fjalli ekki um það í dag- bókinni. Í draumadagbókinni virðast draumarnir skráðir eins og dreymand- inn man þá strax að loknum nætursvefni. Hvergi kemur fram hjá Sæmundi hver tilgangurinn er með skrásetningu draumanna en eins og útgefandi bendir á má túlka þá sumpart sem endurlit minninga úr æsku og frá Kaup - mannahafnarárunum en einnig sem aðferð til að ná sér niðri á óvinum sínum. Því er einboðið að fjalla um ævi og feril Sæmundar í inngangi að út - gáf unni svo lesendur draumanna geti áttað sig á tengingum við aðstæður dreymandans og atvik í lífi hans (12). Það hefur að mínu mati tekist ágætlega. Einnig gegna fylgitextar sem gefnir eru út með draumadagbókinni mikilvægu hlutverki til skilningsauka bæði á lífi Sæmundar og draumunum og ljósmyndir af verkum Sæmundar auka gildi útgáfunnar auk þess að vera til skrauts í textanum. Ljósmyndir af teikningum í texta draumadagbókar- innar eru birtar sem næst staðsetningu í handritinu og vísað á staðinn með orðinu „teikning“ sem er skáletrað til auðkenningar. Ekki er laust við að þetta trufli lesturinn og ef til vill hefði verið hægt að gera þetta á minna áber- andi hátt. Fylgitextarnir nýtast þó ekki aðeins til skilnings á aðstæðum Sæmundar og draumförum hans heldur eru þeir mikilvægir í sjálfum sér, engu síður en draumadagbókin, og merkilegar heimildir til skilnings á sögu samtíma höfundarins þótt þær séu ekki jafn sérstæðir textar og draumarnir. Draumarnir sjálfir minna á furðusögur eða örsögur og eru margar ansi skondnar og sumar jafnvel ljóðrænar eins og eftirfylgjandi dæmi sýna: Var sem í Rússlandi. Þar var verið að höggva hrís og brenna (99). Hafði slæmt stígvél á hægra fæti (99). Var gangandi berfættur vaknaði og var kalt á fótum (102). Átti með silki og gulli ofinn dúk og bjó þar af vesti til krónprinsins og gaf honum (117). Var að þenja út blaut kálfskinn og soddan (122). Renndi mér niður sandbrekku bratta og háa, var sjór, bylgjur og sjávar - froða þar undir er eg fór ofaní en vöknaði ekkirt (128). Var í nýjum stígvélum og var gat nokkuð á stóru tánni í stígvélinu á hægra fæti, en sá strífaði kjóll eg var í var hvít- og svartstrífaður (142). Var eg að hægja mér og klikkaði mig á vinstra fæti. Var mikið hár og vel klæddur (158). Var eg útí Neshrepp, voru þar mjög há og svört fjöll fyrir suðri og hjálma bönd um allan himininn með ýmsum litum, var þó dimmur himinn (164). ritdómar158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.