Saga - 2020, Side 163
Það er áhugavert að sjá að þessi menning skuli spretta upp í útgerðar- og
verslunarplássum samhliða vexti þeirra í upphafi aldar og er þetta eitt
þeirra atriða sem gaman væri að sjá meiri úrvinnslu og greiningu á. Annar
áratugurinn einkenndist af stórum málum: heimsstyrjöld, heimastjórn, spírit-
ismi, kvenréttindi og vínbann. Á þeim áratug kom fram það sem Una Mar -
grét kallar fyrstu stóru íslensku revíuna, Allt í grænum sjó sem sýnd var á
vegum Stúdentafélags Reykjavíkur í Iðnó árið 1913. Höfundar voru fjórir
ungir menn úr stétt embættis- og lærdómsmanna í Reykjavík og efnið spé-
spegill á stjórnmálaástand samtímans. Og aftur er hér dæmi um spurningar
sem vakna við lestur bókarinnar, um bakgrunn höfunda og flytjenda á reví-
um og samspil þeirra við viðtakendur eða áhorfendur.
Höfundur telur fyrri gullöld revíunnar á Íslandi hefjast með revíunni
Naflinn með lausa boltann en komast á flug ári síðar með hinni geysivinsælu
sýningu Spænskar nætur (1923) og standa til loka áratugarins. Frá og með 8.
kafla lýkur fyrri gullöld og við tekur eins konar millibilsástand samkvæmt
frásögn höfundar (k. 9–11). Hefðin lognaðist þó ekki út af þótt hlé hafi orðið
á stærri uppsetningum. Í 9. kafla, Revían hér og þar 1925–1930, er fjallað um
revíusýningar víða um land, á Akureyri, Seyðisfirði, Eyrarbakka, Siglufirði,
Akranesi og í Borgarnesi auk höfuðborgarinnar. Að baki þeim stóðu meðal
annars verkakvennafélagið Eining á Akureyri, Skemmtifélagið Bjólfur á
Seyðisfirði og ungmennafélögin á Stokkseyri og í Borgarnesi. Efni þeirra,
eftir því sem heimildir gefa kost á, er yfirleitt staðbundið eða tengt þeim
félagsskap sem að skemmtununum stóð. Sama er að segja um svonefndar
KR-revíur sem settar voru upp á afmælishátíð Knattspyrnufélags Reykja -
víkur flest ár frá 1929–1936. Allt bendir þetta til að revíur hafi ekki síst náð
fótfestu sem eins konar „grasrótarskemmtanir“, skemmtisýningar sem samd -
ar voru, settar upp og neytt á vettvangi hversdagslífs og í nærumhverfi
fólks. Stofnun Ríkisútvarpsins árið 1930 hafði hins vegar þau áhrif á þessu
sviði eins og mörgum öðrum að fólk um allt land gat í auknum mæli notið
stærri uppsetninga og flutnings á revíum og revíulögum.
Seinni gullöld revíunnar hefst árið 1938 samkvæmt höfundi og spannar
frá 12. kafla til bókarloka. Upphafsverk tímabilsins hér er Fornar dyggðir sem
sett var upp í Iðnó en þá voru átta ár frá því að stór revía hafði verið sett
upp í Reykjavík. Tónlist gegndi óvenjustóru hlutverki í verkinu, bæði í upp-
haflegri uppsetningu 1938 og enn stærra í uppsetningu árið eftir þegar fjöldi
söngva hafði tvöfaldast, alls 27 lög. Stærri revíur í Reykjavík voru settar upp
á vegum revíufélaga sem hétu Reykjavíkurannáll, Revyan, Fjalakötturinn
og Bláa stjarnan. Hið síðastnefnda setti upp vinsælar kabarettsýningar í
revíustíl frekar en gamanleikrit með söngvum og söguþræði og urðu slíkar
skemmtanir ríkjandi á sjötta áratugnum.
Eins og höfundur getur í upphafi bókar er viðeigandi að ljúka þessu
fyrra bindi á umfjöllun um revíu sem nefndist Gullöldin okkar og var sýnd í
Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík 1957. Ólíkt flestum revíum er ekki um sam-
ritdómar 161