Saga


Saga - 2020, Page 190

Saga - 2020, Page 190
Restin af ágripinu um sögu danskra lækninga er tekin upp úr stuttum kafla úr Dagligliv í Danmark frá 1969. Íslenska lækningasagan á næstu tíu síðum (155–164) er fróðleikshopp fram og aftur með svipuðum hætti og í öðrum köflum en síðan er tekið til við ýmsar greinar íslenskra lækninga frá alþýðulækningum til lærðra. Sums staðar er bergmál af fordómum Vil - mundar eins og þegar Thomas Bartholin og Jón lærði eru nánast lagðir að jöfnu. Jón var vissulega merkilegur fyrir sjálfsaflamenntir sínar. Hann fékkst við lækningar og var á dögum um svipað leyti en Bartholin var formlega lærður prófessor sem hafði numið við helstu læknaskóla Evrópu, stundaði læknisfræði og fylgdist vel með nýjungum fræðanna, til dæmis suður í Hollandi þar sem hann var við nám og rökræddi við Worm í bréfum um blóðrásarkenningar Harveys. Hann rak líka líkskurðarleikhúsið sem Simon Paulli hafði stofnað. Að leggja Bartholin og Jón að jöfnu með svo samheng- islausum hætti lýsir fáfræði. Sjöundi kafli um sjúkdóma og samfélag (185–211) er bitastæður um margt. Samhengi húsakynna og sóttarfars er áhugavert og margt fróðlegt er um sjúkdóma. Nú hefur Jón Steffensen tekið við af Vilmundi við að skrifa í gegnum höfund og smávegis er tekið orðrétt úr bók Sigurjóns Jónssonar frá 1944 (Sóttarfar og sjúkdómar á Íslandi 1400–1800) á bls. 197. Á bls. 200 eru tæp- ar fjórar línur teknar orðrétt frá Jóni Steffensen en aðeins þrjú síðustu orðin innan tilvitnunarmerkja. Á næstu síðu er ein efnisgrein nær orðrétt úr grein Gísla Gunnarssonar á Vísindavefnum þar sem Íslendingar eru bornir saman við frumbyggja Ameríku. Á bls. 204 er einnig tekið nærri orðrétt upp úr Jóni án nokkurra tilvísana. Þá er lauslega drepið á að sagnfræðingar séu fjarri því að vera á einu máli um svartadauða. Til er töluvert af nýjum og merkum rannsóknum á pestinni hér heima og erlendis en höfundur lætur að mestu duga yfirlitsgrein Gunnars Karlssonar á Vísindavefnum. Viðauki er aftast í bókinni með lista yfir lækningajurtir og umfjöllun um þær, fræðilega séð stefnulaus og skortir úrvinnslu því þar segir fátt umfram Grasnytjar Björns Halldórssonar og bók Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur, Íslenskar lækningajurtir. Grasnytjum Björns er fylgt nokkurn veginn í vali á jurtum en bætt smávegis við frá öðrum, einkum Jóni lærða og Eggerti Ólafs - syni. Í inngangi viðaukans segir: „Fróðleikurinn sem Björn í Sauðlauksdal, Eggert Ólafsson og Jón lærði tóku saman um dyggðir grasa ber þannig vitni um þekkingarsköpun á fjórum eða fimm öldum eftir að lækningabækur voru fyrst skráðar hér á landi“ (221). Þetta er eiginlega eina greiningin á þessu jurtatali og má kalla snautlegt. Það er neyðarlegt að þótt hliðsjón sé sögð höfð af Jóni lærða er ekkert minnst á það forvitnilegasta í grasa- og lækningabókum hans, til að mynda þegar hann blandaði tunglurt og blóð - bergi við brennivín til að lækna sprengihósta sem þjáði hann. Ýmis „þekk- ingarsköpun“ er í riti hans um grasanáttúrur sem mátt hefði skoða nánar. Úrvinnslan eða greiningin er sem sagt engin heldur handahófskennt plokk, aðallega upp úr Birni og Arnbjörgu, oft óþægilega orðrétt. Það hefði verið ritdómar188
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.