Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 3

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 3
Barnabækur MYNDRÍKAR IB 5 mínútna kósísögur Walt Disney Fallegt sögusafn með tíu hugljúfum kósísögum. 160 bls. Edda útgáfa IB Aldrei snerta pöndu! Rosie Greening Þýð: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Þú mátt aldrei snerta pöndu nema í þessari bók! Börn og fullorðnir finna sameiginlega snertifleti á þessum litskrúðugu og heillandi verum. Góða skemmtun við að snerta íþróttadýrin... ef þú þorir! 10 bls. Unga ástin mín IB Artúr og álfaprinsessurnar Verndarar sporðljónsins Ólíver Þorsteinsson og Páll Gestsson Myndir: Sigmar Boði Hallmundsson Frá því að prins Artúr kom heim frá Mýrheim hefur hann þráð að ganga á vit ævintýranna á ný. Óvænt tækifæri býðst þegar systir hans, Úlfdís, ferðast til eyðimerkurheims. Litli prinsinn stenst ekki mátið og laumast með henni. Þar hitta þau Töru, sem er ólm í að bjarga sporðljónsunga sem tekinn var af sporðriddurum. 40 bls. LEÓ Bókaútgáfa IB Baddi er reiður Mervi Lindman Þýð: Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir Baddi er frábær strákur en rosalega tilfinningaríkur. Og nú er Baddi reiður! Hann gerir allt vitlaust og urrar eins og grimmt ljón! Nei, reyndar er Baddi reiður eins og ... Skoðið, bendið, lesið og hlæið með Badda! 32 bls. Veröld IB Baddi kyssir Mervi Lindman Þýð: Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir Baddi er frábær strákur en rosalega tilfinningaríkur. Og nú vill hann kyssa alla. Mömmu, pabba, stóru systur, hundinn, kisu og orminn. Nei, ekki orminn! Skoðið, bendið, lesið og hlæið með Badda! 32 bls. Veröld IB Bangsímonsögur Walt Disney Glæsilegt sögusafn með átta hrífandi sögum af Bangsímon og vinum hans. 160 bls. Edda útgáfa IB Bíb-bíb! Depill á ferðinni Bók með hljóðum Eric Hill Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Bíb-bíb! Hér kemur Depill á leikfangabílnum sínum. Komdu út að leika í uppáhaldsfarartækjunum hans Depils. Og ýttu á takkana til að heyra í þeim hljóðið. 10 bls. Ugla HSP Bóbó bangsi heima Fjör hjá Bóbó bangsa frá morgni til kvölds! Þýð: Kolbeinn Þorsteinsson Dagur í lífi Bóbó bangsa og litlu, gulu andarinnar heima hjá mömmu og pabba. Í þessari litríku bók er að finna ótal marga hluti, inni í húsi eða úti í garði. Á síðustu opnunni eru myndir af hlutunum. Getur þú fundið þá heima hjá Bóbó bangsa? 12 bls. Setberg HSP Bóbó bangsi í sveitinni Gaman hjá Bóbó bangsa í sveitinni Þýð: Kolbeinn Þorsteinsson Í þessari litríku harðspjaldabók kynnumst við lífinu í sveitinni. Á sveitabænum er ýmislegt að sjá og Bóbó bangsi lærir margt nýtt. Á síðustu síðunum eru myndir af dýrum, hlutum og ýmsu öðru í sveitinni. Getur þú fundið það allt saman inni í bókinni? 12 bls. Setberg Barna- og ungmennabækur Myndríkar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 3GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur MYNDRÍK AR

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.