Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 4

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 4
SVK Skrifum og þurrkum út Dundað með einhyrningum Kirsteen Robson Hver elskar ekki einhyrninga? Þessi fallega bók er tilvalin fyrir krakka sem eru að læra að stjórna penna, telja og skrifa tölustafina. Skemmtileg verkefni sem þjálfa athyglisgáfuna og hægt er að gera aftur og aftur. 22 bls. Rósakot IB Enginn Svein Nyhus Þýð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Falleg og skemmtileg myndabók eftir einn fremsta höfund Norðmanna. Hér segir frá Engum sem býr einn í húsinu sínu og er svolítið einmana, en svo hittir hann Einhvern. Hnittin frásögn og frábær leikur með orð í leiðinni. Sannkallað meistaraverk. 48 bls. Dimma IB Ég er Jazz Jazz Jennings og Jessica Herthel Myndh: Shelagh McNicholas Frá tveggja ára aldri vissi Jazz að hún væri stelpa þó að allir héldu að hún væri strákur. Þetta olli ruglingi í fjölskyldunni. Foreldrarnir fóru með hana til læknis sem greindi Jazz sem trans og útskýrði að hún væri fædd á þennan hátt. Þetta er saga Jazz sem byggir á upplifun hennar. 32 bls. Bókabeitan IB Ég er (næstum) alltaf góð manneskja Anna Milbourne Ég er (næstum) alltaf góð manneskja er bók sem fjallar um mikilvægi þess að vera góður við aðra og reyna að setja sig í spor annarra. Það skiptir meira máli en að geta hlaupið hratt eða svarað öllu sem við erum spurð um. Falleg bók í stóru broti fyrir unga sem aldna. 21 bls. Rósakot IB Ég njósna með Múmínsnáðanum Tove Jansson Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Múmínsnáðinn njósnar um alls konar hluti á göngu sinni um Múmíndal. Snúðu hjólinu á hverri opnu til að koma auga á allt sem hann sér — í garðinum, við ána og á ströndinni. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. 10 bls. Ugla HSP Bóbó bangsi og jólin Jólasaga með flipa til að opna! Þýð: Kolbeinn Þorsteinsson Þegar óskalistahraðsendillinn stansar fyrir utan heimili Bóbó bangsa um miðja nótt til að sækja síðustu óskalistana, stekkur Bóbó bangsi á sleðann án þess að hika og endar heima hjá jólasveininum. Þar er svo sannarlega margt að sjá! En hvernig kemst Bóbó bangsi aftur heim til sín? Hrífandi jólabók með texta, myndum og fjölda flipa til að opna! 20 bls. Setberg IB Depill kann að telja Eric Hill Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Lærum að telja frá einum upp í tíu með Depli, hundinum ástsæla. Hvað eru dýrin á bændabýlinu mörg? Lyftu flipunum og það kemur í ljós! Bækurnar um Depil eru eftirlætis flipabækur barnanna. 28 bls. Ugla IB Depill úti í snjó Brúðubók Eric Hill Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Fingrabrúða af Depli er áföst bókinni og skýtur upp kollinum á hverri síðu. – Þegar snjóar fara allir út að leika sér! Komdu út að leika með Depli í snjónum og leiktu með skemmtilegu fingrabrúðunni. 10 bls. Ugla IB Obbuló í Kósímó Duddurnar Kristín Helga Gunnarsdóttir Myndh: Halldór Baldursson Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Er hægt að hætta með duddu? Getur afi hætt að drekka kaffi? Mega börn vera alein heima á kvöldin? Þessum spurningum og öðrum er svarað í bókinni. 30 bls. Bjartur SVK Skrifum og þurrkum út Dundað með dýrunum Kirsteen Robson Þessi litríka bók er tilvalin fyrir krakka sem eru að læra að stjórna penna, telja og skrifa tölustafina. Skemmtileg verkefni með alls konar dýrum sem hægt er að gera aftur og aftur. 24 bls. Rósakot B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa4 Barnabækur MYNDRÍK AR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.