Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 8

Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 8
IB Leitin að Lúru Margrét Tryggvadóttir og Anna Cynthia Leplar Hundurinn Kaffon á góðan leikfélaga. Það er hún Lúra. En núna er Lúra týnd. Kaffon spyr öll dýrin hvar Lúra geti verið en ekkert þeirra veit svarið. Og þó … Leitin að Lúru er falleg saga fyrir yngstu bókaormana eftir höfunda sem sent hafa frá sér fjölda vinsælla barnabóka. 32 bls. Forlagið - Mál og menning IB Lindis and the bubble house Guðný Anna Annasdóttir Myndir: Páll Jóhann Sigurjónsson Þýð: John Tebbutt Lindís er leikskólastelpa sem fer í heimsókn til afa síns í kúluhúsið hans við Lake Erie. Hún lærir af afa sínum hvernig hægt er að lifa með virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Því umhverfið og náttúran umlykja allt okkar mannlega samfélag. Bókin er á ensku. 32 bls. Gudda Creative SVK Lindis og boblehuset Guðný Anna Annasdóttir Myndir: Páll Jóhann Sigurjónsson Þýð: Guðný Anna Annasdóttir Lindís er leikskólastelpa sem fer í heimsókn til afa síns í kúluhúsið hans við Lake Erie. Hún lærir af afa sínum hvernig hægt er að lifa með virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Því umhverfið og náttúran umlykja allt okkar mannlega samfélag. Bókin er á dönsku. 32 bls. Gudda Creative IB Lindis stikker af fra børnehaven Guðný Anna Annasdóttir Myndir: Páll Jóhann Sigurjónsson Þýð: Guðný Anna Annasdóttir Bókin fjallar um 4 ára stelpu sem heitir Lindís. Hún er í leikskólanum Björk í Árósum og einn mánudag leiðist henni svo mikið að hún tekur til sinna ráða. Bókin er á dönsku. 32 bls. Gudda Creative IB Lindís getur flogið Guðný Anna Annasdóttir Myndir: Páll Jóhann Sigurjónsson Það er komið vetrarfrí í Kóraskóla í Kópavogi. Lindís fer í draumaferð til Frakklands með ömmu sinni. Hún flýgur í þotu, ferðast með lest og fær að upplifa að fljúga sjálf. 32 bls. Gudda Creative IB Könguló sem hvergi bjó Jón Pétur Hansson Myndir: Lena Björk Bjarnadóttir Þegar vinaleg könguló ákveður að hún sé búin að finna sinn heimastað þá lætur hún ekkert stöðva sig, með góða vini sér við hlið. Könguló sem hvergi bjó er bók sem bæði er gaman að lesa og hlusta á. Hugrökk og hjálpsöm könguló sem sýnir okkur að góð framkoma og vinalegheit skilar sér margfalt til baka. 36 bls. LEÓ Bókaútgáfa IB Lara goes swimming Birgitta Haukdal Myndir: Anahit Aleqsanian Þýð: Abigail Cooper Tvær vinsælar Lárubækur eru nú loks fáanlegar á ensku og lýsa íslenskum hversdegi á heillandi hátt. Lára fer í útisundlaug, æfir sundtökin með afa og leikur sér í grunnu lauginni með Atla vini sínum. Á heimleiðinni fer hún í ísbúð. 41 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Lara visits the farm Birgitta Haukdal Myndir: Anahit Aleqsanian Þýð: Abigail Cooper Tvær vinsælar Lárubækur eru nú loks fáanlegar á ensku og lýsa íslenskum hversdegi á heillandi hátt. Á heitum sumardegi fer Lára í heimsókn til afa og ömmu Atla vinar síns. Þau eru bændur sem hafa gert upp gamlan torfbæ fyrir ferðamenn. Í sveitinni er margt forvitnilegt að sjá og dýravinurinn Lára nýtur þess að hjálpa til. 41 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Lára fer í útilegu Birgitta Haukdal Myndir: Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Fjölskylda Láru er á leið í útilegu og Lára fær að bjóða Atla vini sínum með. Á tjaldstæðinu hitta þau hóp af skemmtilegum krökkum og fara í æsilegt vatnsstríð. Þegar kvölda tekur er notalegt að hjúfra sig undir teppi við varðeldinn. Sögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa eru litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af. 41 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Láttu draumana rætast 11 hvetjandi sögur Þýð: Baldur Snær Ólafsson Farðu í ævintýraferð með þessu safni af hvetjandi frásögnum, sem eru fullkomnar fyrir skemmtilega sögustund. Með 11 stórkostlegar sögur í farteskinu, fara litlir ferðalangar með stóra drauma í geimferð með Kötu, klífa hæsta tréð með Tinnu, gæða sér á pönnukökum með Edda og ótal margt fleira. 96 bls. Setberg B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa8 Barnabækur MYNDRÍK AR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.