Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 10

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 10
IB Snari brunabíll Alice Dainty Þýð: Guðni Kolbeinsson Kolli er besti slökkviliði í heimi. Hann getur gert svo margt í einu. Hann grípur búnaðinn sinn, setur á sig hjálminn, rennir sér niður súluna og brunar af stað. Snari brunabíll - hjólabók með teygju. 10 bls. Unga ástin mín IB Snertu og finndu - Leikum okkur! Ellie Boultwood Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Þessi bók er sérstaklega hönnuð með hreyfingu barna í huga. Litríkar myndir, mynstur og ljósmyndir sem vekja áhuga og kátínu. Öll fjölskyldan hefur gaman af því að hreyfa sig saman. 12 bls. Unga ástin mín IB Snjókarlinn Raymond Briggs Þegar snjórinn fellur fyllist loftið af töfrum. Um snjóþungan dag býr strákur til snjókarl – og um miðja nótt vaknar hann til lífsins. Í bókinni eru myndir úr upprunalegu teiknimyndinni um Snjókarlinn. Þessi dásamlega bók fer með þig í töfrandi ferðalag til Norðurpólsins og aftur heim. 32 bls. Óðinsauga útgáfa IB Snúlla finnst erfitt að segja nei Helen Cova „Snúlla finnst erfitt að segja nei“ er önnur bókin um Snúlla. Í þetta skiptið áttar Snúlli sig á því að stundum segir hann já við hlutum sem hann langar í raun ekki að gera. Hvernig mun Snúlli vinna úr tilfinningum sínum? Og hvað mun hann læra á leiðinni?. þetta er bók sem kennir börnum að takast á við hópþrýsting. 36 bls. Karíba útgáfa IB Obbuló í Kósímó Snyrtistofan Kristín Helga Gunnarsdóttir Myndh: Halldór Baldursson Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Þar búa líka mamma, pabbi og Bessi besti bróðir. Hann á þrjá pabba, sem er mjög ósanngjarnt. Obbuló á bara einn. 30 bls. Bjartur IB Penelópa bjargar prinsi Jóna Valborg Árnadóttir og Berglind Sigursveinsdóttir Penelópa hefur margoft heyrt ævintýrið um prinsinn sem beit í epli galdrakerlingar og féll í dá. Samkvæmt því hefur hann legið í gullkistu uppi á fjallstindi í heila öld! Hún ákveður að kanna hvort sagan sé sönn, finna kistuna og bjarga prinsinum. Hér er gömlum ævintýraminnum snúið á hvolf svo sagan kemur skemmtilega á óvart. 48 bls. Bókabeitan SVK Rauði hatturinn og krummi Ásgerður Búadóttir Rauði hatturinn og Krummi er skemmtileg barnabók á fimm tungumálum. Bókin var skrifuð og myndskreytt af Ásgerði Búadóttur myndlistarmanni og var fyrst gefin út af Helgafelli árið 1961. 27 bls. Listasafn Íslands IB Risaeðlur Bastien Contraire Þýð: Sverrir Norland Fersk og litrík túlkun á vinsælum efnivið. Vissirðu að freyseðlan var lengri en tvær rútur og að þorneðlan var þyngri en tólf hvítabirnir? Risaeðlurnar hafa löngum örvað hugarflug barna jafnt sem fullorðinna. Í þessari glæsilegu bók lifna þær aftur við, litríkari og fallegri en nokkru sinni fyrr. 56 bls. AM forlag IB Sara og töfrasteinninn Hjálmar Waag Árnason Myndir: Erna Kristín Gylfadóttir Sagan fjallar um Söru sem fer í Húsdýragarðinn. Þar finnur hún töfrastein. Allt í einu skilur hún og getur talað við dýrin sem verður henni mikil skemmtun. Á leiðinni út úr garðinum týnir hún steininum. Við það missir hún sambandið við dýrin. Næst þegar þú átt leið í Húsdýragarðinn skaltu skoða þig vel um og kanna hvort þú sjáir steininn góða. 54 bls. Hjálmar Waag Árnason SVK Kuggur Skordýraþjónusta Málfríðar Sigrún Eldjárn Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér er glæný útgáfa af sögunni um það þegar Málfríður stofnar sitt eigið fyrirtæki og ætlar að leysa hvers manns vanda með aðstoð ýmiss konar skordýra. 32 bls. Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa10 Barnabækur MYNDRÍK AR

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.