Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 16

Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 16
IB RAF Kollhnís Arndís Þórarinsdóttir Álfur er fimleikastrákur úr Kópavogi, frábær sonur og besti stóri bróðir í heimi. Alveg þangað til mamma og pabbi fá þá flugu í höfuðið að litli bróðir hans sé einhverfur og Álfi dettur í hug að leita uppi Hörpu frænku, fimleikahetjuna sem fór á Ólympíuleika með skammarlegum árangri og enginn í fjölskyldunni talar lengur við. 259 bls. Forlagið - Mál og menning IB Lóa og Börkur Langskot í lífsháska Kjartan Atli Kjartansson og Bragi Páll Sigurðarson Sjálfstæð og æsispennandi bók í seríunni vinsælu um vinina Lóu og Börk. Nú fara þau til Bandaríkjanna í körfuboltabúðir en fyrr en varir fer af stað mögnuð atburðarás. Það er erfitt að fóta sig í hættulegum heimi þar sem fólk leynir á sér og ýmislegt getur gerst. Bók hlaðin rafmagnaðri spennu. Þvílík troðsla frá Kjartani Atla og Braga Páli! 176 bls. Sögur útgáfa IB Lavander litli frá Lyosborg Jón Páll Björnsson Hann Lavander litli lendir í rosalegum hremmingum, uppi á húsþökum, ofan í skolpræsum og á skuggalegum götum borgarinnar. Hann á í höggi við heimskar löggur, illilega glæpamenn, vampírur, galdrakarla og margt annað sem býr í ævintýraborginni Lyos. 209 bls. Óðinsauga útgáfa KIL Binna B Bjarna og Heyrðu Jónsi Lestrarkeppnin Sally Rippin Binna og Jónsi eru bestu vinir. Þau vilja gera allt saman. Í þessari bók taka allir nemendur skólans þátt í lestrarkeppni. Hvað eiga Jónsi og Binna til bragðs að taka þegar þau þurfa að sætta sig við ókunnuga lestrarfélaga? Bækurnar Binna B Bjarna og Heyrðu Jónsi henta vel fyrir yngstu lesendurna. 68 bls. Rósakot IB Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna Leyndardómurinn um stóra sjóbirtinginn Anna Cabeza Myndh: Toni Batllori Þýð: Ásmundur Helgason Eftir að hafa tekist að leysa sitt fyrsta mál, ráðgátuna um yfirgefna hundakúkinn, er Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna nú orðin að veruleika. Strax á fyrsta degi stofunnar fá þær Karólína, Rósalína og Abelína sitt fyrsta mál í hendurnar: Í nokkra daga hefur legið við slagsmálum á markaðnum. Númeramiðakerfið er bilað og allir fá sama númerið! 96 bls. Drápa IB Bekkurinn minn Jóla leik rit ið Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna Jólaleikritið fjallar um Unni Leu og jólaskemmtun bekkjarins. Unnur Lea skrifar leikrit, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið! Hún er viss um að þetta verði flottasta leiksýning allra tíma. Bara ef bekkjarfélagarnir tækju verkefnið alvarlega. 64 bls. Bókabeitan IB Stjáni og stríðnispúkarnir Jólapúkar Zanna Davidson Stjáni og Rúna eru orðin mjög spennt því jólin eru alveg að koma. Stríðnispúkarnir lenda auðvitað í alls konar vandræðum en verður hægt að bjarga jólunum? Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri. 80 bls. Rósakot IB Jólasveinarnir í Esjunni Guðjón Ingi Eiríksson og Lárus Haukur Jónsson Myndh: Haraldur Pétursson Lalli er nýkominn úr erfiðum fótboltaleik og nennir ekki að fara með foreldrum sínum og Dísu systur sinni á Esjuna að honum loknum. Hann er dauðþreyttur en fer þó samt og sér sko ekki eftir því þar sem óvænt ævintýri bíður hans. 96 bls. Bókaútgáfan Hólar IB Jón Oddur og Jón Bjarni – allar sögurnar Guðrún Helgadóttir Myndir: Anna Cynthia Leplar Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru í meira lagi uppátektasamir. Þeim dettur ýmislegt sniðugt í hug en fá oftast skammir fyrir – jafnvel þegar þeir ætla bara að gleðja fólk, berjast gegn óréttlæti eða segja sannleikann! Sögurnar um þá bræður hafa nú glatt lesendur í nærri fimmtíu ár. Hér koma þær allar út í vandaðri stórbók. 258 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB RAF HLB Kennarinn sem fuðraði upp Bergrún Íris Sævarsdóttir Krakkarnir í BÖ-bekknum eru að jafna sig á öllu sem dunið hefur yfir undanfarið og Engilbert kennari var sem betur fer blásaklaus. Vinskapur Óla Steins og Axels er traustur og ekkert getur komið upp á milli þeirra ... eða hvað? Óvænt afbrýðisemi skýtur upp kollinum og lífshætta steðjar að krökkunum sem þurfa að glíma við leyndarmál og svik. Bókabeitan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa16 Barnabækur SK ÁLDVERK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.