Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 17

Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 17
IB Marísól og sjóflugvélin Hafliði Sævarsson Myndir: Hafliði Sævarsson og Ýmir H. Garcia Marísól lendir í ævintýralegum aðstæðum og oft munar mjóu á því hvort hyldýpið hafi yfirhöndina eða hún sigri náttúruöflin. 124 bls. LEÓ Bókaútgáfa KIL Roald Dahl bækurnar Matthildur Sérútgáfa - takmarkað upplag Roald Dahl Þýð: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Myndh: Quentin Blake Hér er á ferðinni dásemdarbókin Matthildur eftir hinn ástæla rithöfund Roald Dahl. Þessi sérútgáfa er tengd aðlögun Netflix á söngleiknum Matthildi sem hefur fengið frábærar umsagnir gagnrýnenda eftir forsýningar. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi. 232 bls. Kver bókaútgáfa IB Með vindinum liggur leiðin heim Auður Þórhallsdóttir Myndh: Auður Þórhallsdóttir Töfrar lífsins gerast í lítilli vík í norðri þegar andarungar skríða úr eggjum. Einn unginn gleymir sér yfir undrum veraldar og týnist. Gamall lífsreyndur hundur finnur ungann og með þeim tekst einstök vinátta. 46 bls. Skriða bókaútgáfa IB Dagbók Kidda klaufa 16 Meistarinn Jeff Kinney Þýð: Helgi Jónsson Nú ætlar hann Kiddi klaufi að verða við ósk mömmu sinnar, sem gefst aldrei upp á því að gefa stráknum góð ráð, og gerast íþróttahetja. Ekkert mál! Nema hvað. Kiddi kemst að því að það er ekki svo auðvelt að verða góður í íþróttum, hvað þá hetja. Að maður tali nú ekki um ef þú ætlar að verða MEISTARI! Ætli það takist hjá Kidda?! 218 bls. Sögur útgáfa IB RAF HLB Vinkonur Leynd ar mál Emmu Sara Ejersbo Þýð: Ingibjörg Valsdóttir Emma er byrjuð í nýjum bekk. Það er frábært tækifæri til að koma sér út úr hlutverki stilltu stelpunnar. Emma uppgötvar að samkeppnin um athyglina í bekknum er mikil. Þess vegna segir hún eina litla hvíta lygi. Lygin vex og allt í einu er allur skólinn að tala um Emmu. Hún verður að gera eitthvað áður en hún verður afhjúpuð. 136 bls. Bókabeitan IB Leyndarmál Lindu 9 Sögur af ekki-svo-mikilli dramadrottningu Rachel Renée Russell Þýð: Helgi Jónsson Hvað gerist þegar versta óvinkonan stelur dagbókinni þinni? Leyndarmál Lindu eru nefnilega ótal mörg og fer þeim fjölgandi með hverri bókinni. Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fyndar og fjörlegar teikningarnar á hverri síðu og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt. 344 bls. Sögur útgáfa KIL Binna B Bjarna Litli fuglinn Sally Rippin Í þessari bók finnur Binna lítinn fuglsunga. Getur hún tekið hann að sér og hugsað um hann? Bækurnar um Binnu B henta vel fyrir yngstu lesendurna. 44 bls. Rósakot IB Fyrsta bók Loki: leiðarvísir fyrir prakkara Louie Stowell Þýð: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Myndh: Louie Stowell Loki er mikill prakkari en nú hefur hann gengið of langt! Óðinn sendir hann til jarðar sem 11 ára dreng sem þarf að læra að verða almennilegur – eða eyða eilífðinni með eitursnákum! Töfradagbók sem Loki þarf að halda byrjar í -3000 dyggðastigum en til að komast aftur heim í Ásgarð þarf hann að ná +3000 dyggðastigum! Getur Loki hætt að stríða? 240 bls. Kver bókaútgáfa IB Maía og vinir hennar Larysa Denysenko Myndir: Masha Foya Þýð: Magnea J. Matthíasdóttir Maía er ósköp venjuleg úkraínsk stelpa. Hún er í fjórða bekk og bekkjarsystkin hennar eru alls konar og koma úr ólíkum fjölskyldum. En það skiptir ekki öllu máli hversu margar mömmur eða pabba maður á. Mestu varðar að virða aðra og láta sér þykja vænt um þá. Og öll börn eiga skilið að vera umleikin ást. 72 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell Það er töff að lesa bók! www.boksala.is B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 17GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur SK ÁLDVERK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.