Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 19

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 19
SVK Svarta kisa tekur prófið Nick Bruel Þýð: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Vandræðaleg hegðun Svörtu Kisu varð þess valdandi að stofnun verklegra inngripa í neyðarleg dýralæti skar úr um að klaufska hennar risti of djúpt . Svo djúpt að ei varð unað. Henni voru settir úrslitakostir. Til að missa ekki kisuleyfið, varð hún að fara á námskeið og standast að því loknu hæfnispróf. 144 bls. Bókafélagið KIL Sæskrímsli Ævar Þór Benediktsson Myndir: Evana Kisa Þér er boðið um borð í kafbát en hvert viltu sigla og hvað langar þig að rannsaka? Í þessari bók ræður þú hvað gerist! Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni Þín eigin undirdjúp og hentar byrjendum í lestri. 80 bls. Forlagið - Mál og menning RAF HLB Sögur fyrir jólin Eva Rún Þorgeirsdóttir Myndh: Ninna Þórarinsdóttir Lesari: Salka Sól Eyfeld Sögur fyrir jólin er hugljúft og hrífandi jólaævintýri sem skiptist í 24 kafla sem tilvalið er að hlusta á fyrir svefninn og kalla fram kyrrð og ró í aðdraganda jólanna. H 4:00 klst. Storytel HLB Sögustund með Afa Örn Árnason Lesari: Örn Árnason Örn Árnason rifjar hér upp dásamlega takta sem Afi allra landsmanna og býður börnunum í notalega sögustund. Með Afa geta þau slappað af og lært um allt mögulegt milli himins og jarðar. Börnin fá að heyra skemmtilegar sögur, jafnt gamlar sem nýjar og kynnast því hvernig lífið var hér áður fyrr. Það er alltaf gott að eiga rólega stund með Afa. H 6:30 klst. Storytel IB RAF HLB Skólaslit Ævar Þór Benediktsson Myndir: Ari H.G. Yates Það er hrekkjavaka. Veggir skólans eru þaktir skrauti sem vekur hroll og kitlar ótta. Í fjarska ómar ómennskt öskur. Á gólfinu má sjá hálfan íþróttakennara og handan við hornið heyrist í uppvakningaher. Hvað í ósköpunum gerðist? Stórglæsileg bók prýdd fjölda litmynda sem lesendur tæta í sig. 265 bls. Forlagið - Mál og menning IB RAF HLB Heimur framtíðar Skrímslin vakna Eva Rún Þorgeirsdóttir Myndh: Logi Jes Kristjánsson Kata er ákveðin í að strjúka að heiman. Við undirbúning flóttans rekst hún á furðulega veru og þá breytast öll hennar plön! Skyndilega er hún lent í hættulegri atburðarás og kynnist undarlegum heimi sem hún vissi ekki að væri til. Teikningar eftir Loga Jes Kristjánsson. 168 bls. Bókabeitan IB Stjarnan í austri Mæja mey á norðurslóðum Geirr Lystrup Myndir: Malgorzata Piotrowska Þýð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Falleg jólasaga um Mæju mey og barnið, byggð á gömlum helgisögnum og ævintýrum, og gerist í vetrarríki á norðurslóðum. Inn í söguna fléttast sextán söngljóð, samin við rússnesk þjóðlög. Geisladiskur fylgir bókinni! Flytjendur: Aðalsteinn Ásberg, Þorgerður Ása, Sönghópurinn við Tjörnina og hljómsveit. 47 bls. Dimma IB Ljósaserían Stúfur fer í sumarfrí Eva Rún Þorgeirsdóttir Myndh: Blær Guðmundsdóttir Stúfur er kominn í sumarfrí og lætur sig dreyma um að fara í ferðalag. Hann verður himinlifandi þegar Lóa vinkona hans býður honum að koma með sér til Ítalíu! Stúfur skemmtir sér konunglega og lendir í óvæntum ævintýrum í þessu besta sumarfríi lífs hans. Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur. 80 bls. Bókabeitan KIL Binna B Bjarna Sumarhátíðin Sally Rippin Í þessari bók er sumarhátíð í skólanum og vinir Binnu ætla í stóra rússíbanann en Binna er ekki viss um að hún þori að fara með þeim. Nær Binna að safna kjarki? Bækurnar um Binnu B henta vel fyrir yngstu lesendurna. 44 bls. Rósakot www.boksala.is Vertu ekki bókalaus á jólanótt B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 19GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur SK ÁLDVERK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.