Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 20

Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 20
IB Bekkurinn minn Varúlf ur inn Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna Varúlfurinn fjallar um Leonoru og orðróminn um varúlfinn í skólanum. Er Héðinn húsvörður í alvörunni varúlfur sem er læstur inni í kompu þegar myrkrið skellur á? Daginn fyrir hrekkjavökuna komast Leonora og Ragnar til botns í málinu. 64 bls. Bókabeitan IB Vinátta án landamæra Erna Marsibil Sveinbjörnsdóttir og Dagný Dís Jóhannsdóttir Myndir: Auður Elín Sigurðardóttir Þrír krakkar hittast á fótboltavellinum við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Einn er hér á heimavelli en hinir frá Liverpool í Bretlandi og Lyngby í Danmörku. Höfundar eru Erna M. Sveinbjörnsdóttir sérkennari og Dagný Dís Jóhannsdóttir sem var í 6. bekk þegar vinna við bókina hófst. Falleg saga um vináttu óháð uppruna. 48 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Volcano Rán Flygenring Einnig á ensku! Þegar lúsafaraldur brýst út í skólanum hans Kaktuss bregður leiðsögumaðurinn mamma hans á það ráð að taka hann með sér í vinnuna. Kaktusi þykir íslensk náttúra ekki jafn svakalega spennandi og hinum rútufarþegunum en hann skiptir snögglega um skoðun þegar hann rekur augun í eitthvað rauðglóandi í fjarska ... 72 bls. Angústúra KIL Vondir gaurar Þáttur 3 Aaron Blabey Þýð: Huginn Þór Grétarsson Hr. Úlfur og vondu, vondu vinir hans öbbuðust upp á rangan naggrís. Og þessi litli illkvittni loðbolti er í leit að hefnd. Lifa þeir þetta af? Verða þeir hetjur? Og hætta þeir að reyna að éta hver annan? 144 bls. Óðinsauga útgáfa RAF HLB Ævintýri Freyju og Frikka Bókaflokkur Felix Bergsson Lesari: Felix Bergsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Freyja og Frikki eru 11 ára systkini, góðir vinir en býsna ólík: Freyja er fjörugt ólíkindatól en Frikki er hæglátur bókaormur sem hugsar sitt. Ævintýri Freyju og Frikka er sannkölluð ævintýraferð um framandi slóðir fyrir alla fjölskylduna. H 3:52 klst. Storytel IB Salka Tímaflakkið Bjarni Fritzson Eftir að við vinirnir náðum að stoppa Benedikt á ögurstundu breyttist allt til hins betra og lífið varð æðislegt á ný. Eða allt þar til við urðum vitni að sturluðustu tæknibyltingu allra tíma og þurftum að fara aftur í tímann til ársins 1992 og bjarga heiminum enn á ný, sem endaði svo með svakalegasta körfuboltaleik lífs míns. 240 bls. Út fyrir kassann HLB Trölladans Friðrik Sturluson og Guðmundur Ólafsson Lesari: Mikael Emil Kaaber, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Birna Pétursdóttir Jonni neyðist til að fara með pabba sínum á fund í gömlum sveitabæ þvert gegn vilja sínum. Á meðan Jonni bíður eftir að fundurinn klárist ráfar hann upp í fjallið Tröllahyrnu fyrir ofan bæinn og festist í gjótu. Sem betur fer kemur Tóta honum til bjargar en hún reynist vera tröllastelpa sem býr í Tröllabyggð ásamt öllum hinum tröllunum. H 2:06 klst. Storytel SVK Umskiptingur Sigrún Eldjárn Systkinin Sævar og Bella eru í berjamó þegar Bella hverfur skyndilega og í stað hennar birtist tröllastrákurinn Steini. Saman hrópa strákarnir á hjálp og á svipstundu birtast ofurpabbi, Ofur-Sól og Ofur-Máni til að leysa vandann. En það verður ekki einfalt! Leikrit eftir þessari spennandi sögu var sett upp í Þjóðleikhúsinu nú í vor. 64 bls. Forlagið - Mál og menning IB Vala víkingur og hefnd Loka Kristján Már Gunnarsson Myndh: Sól Hilmarsdóttir Loki hyggur á hefndir eftir að Vala plataði hann og breytti honum í lítið barn. Áður en Vala veit af er hún komin í vanda í Niflheimi og þarf að fást við Fenrisúlfinn sjálfan. Hvernig sleppur hún úr þessu hættulegasta ævintýri til þessa? 40 bls. Drápa Nýsmurð vefverslun www.boksala.is B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa20 Barnabækur SK ÁLDVERK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.