Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 26

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 26
IB RAF Heimsendir, hormónar og svo framvegis Rut Guðnadóttir Í tíunda bekk hvílir margt á vinkonunum þremur, Rakel, Millu og Lilju. Það er menntaskólavalið óyfirstíganlega, hvert þær stefni í lífinu yfirleitt, já og svo þessar furðuverur sem virðast elta þær á röndum. Seinasta bókin í hryllilega fyndnum og æsispennandi þríleik sem lýsir tilfinningum unglinga af næmi og hlýju. 323 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Kafteinn Ísland Fyrsta íslenska ofurhetjan Ólíver Þorsteinsson Árið 2004 markaði endalok hetju. Enginn vissi hver það var sem fúslega gaf líf sitt svo aðrir gætu þrifist, þar til rithöfundurinn Fúsi Hjaltason skrifaði bók um Kaftein Ísland. Afdrifaríkt augnablik færir barnabarni Fúsa kristal sem sjálf hetjan bar og þegar Móa Líf tekur við kyndlinum gjörbreytist heimur hennar. 128 bls. LEÓ Bókaútgáfa IB Martröð á netinu Rakel Þórhallsdóttir Tinnu finnst fátt skemmtilegra en að spila tölvuleiki og þegar nýr leikur birtist henni óvænt á skjánum verður hún þess vegna að prófa! Gamanið tekur þó enda þegar dularfullir atburðir fara að gerast og krakkar sem spila leikinn lenda í hinum ýmsu hremmingum. Tinna og vinir hennar verða að komast til botns í málinu áður en það verður um seinan. 126 bls. LEÓ Bókaútgáfa IB RAF HLB Ofurvættir Ólafur Gunnar Guðlaugsson Æsispennandi framhald bókarinnar Ljósberi sem hlaut frábærar viðtökur í fyrra, meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin. Nú hafa heimsgáttirnar opnast og ungmennin fjögur þurfa að efla krafta sína því að hryllingurinn sem flæðir á milli heima er miklu öflugri en nokkuð sem þau hafa áður séð. Ævintýrasaga á heimsmælikvarða! 355 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB KIL RAF HLB Dulstafir Brons harp an Kristín Björg Sigurvinsdóttir Nýr andstæðingur. Nýir bandamenn. Meiri máttur. Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa skyndilega stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. En tekst þeim ætlunarverk sitt? 344 bls. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan KIL Dagbók Drekagyðjunnar Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir Myndir: Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir Ung stúlka að nafni Angelica White lendir í því einn daginn að dragast inn í annan heim, sem er fullur af galdraverum. Til að komast heim þarf hún að finna manneskju sem hvarf fyrir fimmtíu árum. Þar á meðal finnur hún hálsmen sem dregur hana í marga alda stríð á milli ætta. Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir IB RAF Drengurinn með ljáinn Ævar Þór Benediktsson Myndir: Sigurjón Líndal Benediktsson Daginn sem Hallur er hársbreidd frá dauðanum breytist allt. Dökkklæddi maðurinn birtist og býður Halli að verða drengurinn með ljáinn. Þessi magnaða bók er sköpunarverk metsöluhöfundarins Ævars Þórs og bróður hans, Sigurjóns; hröð og grípandi saga, prýdd fjölda mynda, sem lætur engan ósnortinn. 384 bls. Forlagið - Mál og menning IB Gabríel og skrýtna konan Guðni Reynir Þorbjörnsson Myndir: Sigmar Boði Hallmundsson Þegar draumfarir Gabríels og vina hans byrja að blandast saman við hin dulrænu öfl, getur atburðarásin leitt til ófyrirsjáanlegra afleiðinga. 128 bls. LEÓ Bókaútgáfa Hó,hó,hó! Jólabóka-bókahól! B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa26 Unglingabækur SK ÁLDVERK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.