Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 27

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 27
KIL RAF HLB Skuggabrúin Ingi Markússon Lesari: Jóhann Sigurðarson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson Í fjarlægri framtíð, á ísilagðri jörð, hafa allar stjörnurnar slokknað nema ein; án hennar væri vetrarmyrkrið algert. Þegar síðasta stjarnan hverfur verða Dimmbrá og Hnikar viðskila og hrekjast um heimskautið. Ekki er allt sem sýnist og myrkrið grúfir yfir. Hvað varð um stjörnuna, hvernig tengist hún skuggabrúnni — verður hægt að afstýra almyrkva? 400 bls. / H 11:24 klst. Storytel IB Uppskrift að klikkun Hjartasósa, hafgúuheilar og gvakamóri við leiðindum Dita Zipfel Myndh: Rán Flygenring Lúsí er 13 ára. Henni leiðist nýi kærasti mömmu sinnar og dreymir um að flytja til Berlínar. Lúsí finnst hún detta í lukkupottinn þegar hún sér auglýst eftir manneskju til að viðra hund hinum megin í bænum en kemst þó fljótt að því að það er enginn hundur heldur skrítinn gamall maður í leit að ritara fyrir dularfulla uppskriftabók. 200 bls. Angústúra SVK Verum ástfangin af lífinu – vinnubók Þorgrímur Þráinsson Vinnubók sem fylgir eftir hinni vinsælu bók Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur hvetur ungmenni landsins til dáða með fjölmörgum verkefnum sem auka sjálfsþekkingu, aðstoða við að setja markmið og temja sér dugnað, sjálfsaga og einbeitingu. Allt eru þetta mikilvæg atriði til að styrkja sjálfsmynd krakka og löngun þeirra til að standa á eigin fótum. 40 bls. Forlagið - Mál og menning IB Vættaveiðar Jarmalandskrónikan – 2. hluti Johan Theorin Þýð: Elín Guðmundsdóttir Orrustunni um Salajak er lokið en ekki baráttunni við vættina. Margir hafa flúið gamla heimili sitt í fjallinu til undirheimanna. Stríðsmaðurinn Ristin og vættaprinsinn Dhor hverfa inn í hyldýpi Jarmalands. Á hæla þeirra er mýgrútur hermanna, riddara og álfa ... 396 bls. Ugla IB Órói Krunk hrafnanna Hrund Hlöðversdóttir Gömul, stórfurðuleg kona verður á vegi Svandísar sem flækist inn í spennuþrunginn ævintýraheim álfa, skuggafólks, kynjaskepna og drauga. Þegar Þráinn, nýi strákurinn í bekknum, bætist í vinahópinn kvikna nýjar tilfinningar og ástamálin flækjast. 220 bls. Bókaútgáfan Hólar IB Stína og Stjáni Ráðgátan um hauslausa ræningjann Aðalsteinn Stefánsson Stína og Stjáni eru gamlir skólafélagar. Leiðir þeirra liggja aftur saman þegar þau leysa mál fyrir ríka ekkju. Hún býður þeim í þakklætisskyni stuðning til að stofna einkaspæjarastofu. Fyrsta mál þeirra er allt hið undarlegasta. Óprúttinn aðili rænir skartgripaverslanir um hábjartan dag. En það sem gerir málið allt hið dularfyllsta ... 166 bls. Óðinsauga útgáfa IB SKAM 4. þáttaröð: Sana Julie Andem Þýð: Erla E. Völudóttir Í þessari bók eru senur sem aldrei voru teknar upp og samtöl sem voru klippt burt ásamt athugasemdum og hugleiðingum. Þetta er handritið að fjórðu þáttaröð Skam, nákvæmlega eins og það var skrifað. 194 bls. Ugla SVK Skotti og sáttmálinn Unnur Sveinsdóttir Hvað er það versta sem 12 ára strákur gæti þurft að takast á við í lífi sínu? Kannski mannabein sem eru ekki þar sem þau ættu að vera? Ótrúlega dularfullan leynikjallara með hryllilegum hættum? Sex eldri systur? Eða kannski flóðrottur? 255 bls. Allsherji ehf Vertu ekki bóklaus á jólanótt B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 27GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Unglingabækur SK ÁLDVERK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.