Bókatíðindi - 01.12.2022, Qupperneq 31

Bókatíðindi - 01.12.2022, Qupperneq 31
SVK Húslestur Ritgerðir Magnús Sigurðsson Í bókmenntatextum sem leika á mörkum sannleika og skáldskapar, arfs og umbyltingar, alvöruþunga og „absúrd kómíkur“, er látið reyna á tjáningargetu ritgerðaformsins sem skáldlistar. Viðfangsefni þessara veraldlegu húslestra eru bæði frumleg og fjölbreytt, en bókin ber keim af fyrri verkum höfundar, Tregahandbókinni og Íslenskri lestrarbók. 156 bls. Dimma KIL RAF HLB Hvað er Drottinn að drolla? Auður Haralds Miðaldra bókhaldari vaknar skyndilega upp sem gjafvaxta ungmey í Englandi á 14. öld. Þar bíða hennar ýmis vandræði: vafasamar hreinlætisvenjur, brúðgumar til að bíta af sér og manndrápsplága sem breiðist út með ógnarhraða. En lífsreynd 20. aldar kona hefur ýmis ráð undir rifjum. Bleksvartur og beittur Auðarhúmor eins og hann gerist bestur. 270 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL Jarðsetning Anna María Bogadóttir „Við sýnum teikningar og módel af nýjum byggingum og skálum fyrir því þegar þær rísa. Við leggjum hornsteina og höldum reisugilli. Niðurrif og jarðsetning bygginga fer hins vegar iðulega fram í kyrrþey." Með hversdagslíf borgarinnar í bakgrunni fléttar höfundurinn frásögn af lífi og dauða byggingar saman við sögu hugmynda og sína eigin sögu. 308 bls. Angústúra IB Hamingja þessa heims Riddarasaga Sigríður Hagalín Björnsdóttir Sagnfræðiprófessor í útlegð, ásakaður um ósæmilega framkomu, finnur gamalt handrit sem varpar nýju ljósi á löngu liðna sögu. Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og viðskiptahagsmuna. Hér stíga helstu persónur hennar ljóslifandi fram; með Ólöfu ríku í broddi fylkingar. 464 bls. Benedikt bókaútgáfa HLB Handritagildran: Bókaþjófurinn kjöldreginn Friðgeir Einarsson Lesari: Friðgeir Einarsson Síðustu misseri hefur dularfullur aðili valdið usla í íslenskri bókaútgáfu með glæpsamlegu athæfi. Hann hefur stolið handritum, hótað útgefendum og virðist hafa viðkvæmar upplýsingar um einkalíf fólks í bókmenntageiranum í höndum. Eftir handtöku FBI á 29 ára Ítala í New York virðist málið leyst, en ein mikilvæg spurning stendur eftir: Af hverju? H 4:25 klst. Storytel KIL Heildarsafn ritverka Sjóns Sjón Með einstöku hugmyndaflugi, víðtækri þekkingu og magnaðri stílgáfu hefur Sjón auðgað bókmenntirnar og vakið athygli víða. Hér koma út í einu lagi öll ritverk hans frá 1978 til 2022, þrettán ljóðabækur og tíu skáldsögur. Í hverri bók er eftirmáli eftir fræðimann eða rithöfund; greiningar, skýringar og túlkanir. Verkin koma einnig út sem hljóðbækur 2292 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB Eilífs saga Heitt hjarta og illt Eiríkur P. Jörundsson Á tímum galdraofsókna vestur á fjörðum fæðist drengurinn Eilífur. Svartir hamrar tala til hans og innra með honum búa kraftar sem hann óttast. Vályndar návættir og huldir heimar eru nærri. Eilífs bíða þolraunir þegar hann uppgötvar mátt sinn og uppruna. Sagan fléttar saman raunverulega atburði og einstaklinga við skáldaðar persónur og þjóðsögur. 463 bls. LEÓ Bókaútgáfa IB Hungur Stefán Máni Lögreglan í Reykjavík fær tilkynningu um dularfullt mannshvarf. Ungur maður frá Vestfjörðum sem ætlaði að tjalda í borgarlandinu er horfinn sporlaust. Nokkru síðar er tilkynnt um hrottalegt morð um hábjartan dag á heimili í nágrenni Elliðaárdals. Hörður Grímsson telur að málin tengist og að hryllingnum sé ekki lokið. Hið illa er komið á kreik. 304 bls. Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 31GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.