Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 33

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 33
IB RAF HLB Opið haf Einar Kárason Mögnuð frásögn um ótrúlega mannraun. Fiskibát hvolfir úti á opnu hafi í vetrarmyrkri og brátt er aðeins einn sjómannanna eftir ofansjávar. Einn maður andspænis algeru ofurefli, bjargarlaus á óravíðu hafi. Í örvæntingu syndir hann af stað … Einar Kárason segir hér frá bráðum lífsháska og sterkum lífsvilja, og byggir verkið á sönnum atburði. 124 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Óvissa Anna Ólafsdóttir Björnsson Horfinn eiginmaður, kafbátaumferð í Reykjavíkurhöfn að næturþeli og ímyndunarveikur unglingur. Allt eru þetta óvæntar hliðar á nýju máli sem vinirnir Linda Lilja og Gabríel sogast inn í. Hörkuspennandi bók þar sem gullleit, njósnir og glæpir koma við sögu. Sjálfstætt framhald Mannavillt sem kom út 2021 og hlaut góða dóma. 248 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL RAF Reimleikar Ármann Jakobsson Ungur maður finnst kyrktur í Heiðmörk með rúmal, klút sem indverskir atvinnumorðingjar notuðu fyrr á öldum. Reimleikar er fimmta glæpasaga Ármanns Jakobssonar um rannsóknarlögreglurnar Kristínu, Bjarna og þeirra lið, sem notið hafa mikilla og vaxandi vinsælda. 311 bls. Bjartur IB RAF Reykjavík Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni og engin skýring kemur fram á hvarfi hennar. Í ágúst 1986 fer ungur blaðamaður að grafast fyrir um þetta dularfulla mannshvarf – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 349 bls. Veröld KIL Meydómur Hlín Agnarsdóttir Fullorðin dóttir skrifar látnum föður sínum bréf sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur. 184 bls. Ormstunga KIL Millibilsmaður Hermann Stefánsson Heimildaskáldsaga frá fyrstu árum 20. aldar. Læknishjón eru nýflutt að norðan. Í Reykjavík geisar mikið fár yfir hinni nýju stefnu, spíritismanum. Bærinn er klofinn, jafnt í afstöðu sinni til sjálfstæðismála sem spíritisma, þar sem vísindi og trú eiga að fallast í faðma. Læknirinn er krafinn svara um hin dularfullu fyrirbrigði á miðilsfundum. 312 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Morðið í Naphorni Ásgeir Hvítaskáld Átakanleg saga um morðið í Naphorni og síðustu aftökuna á Austurlandi 1786. Skáldsaga byggð á sannsögulegum atburðum. 195 bls. Frjálst orð ehf KIL RAF Morðið í Öskjuhlíð Stella Blómkvist Þrettánda bókin um Stellu Blómkvist gerist árið 1995. Stella er nýútskrifuð og fæst við dularfullt hvarf rannsóknarblaðamanns. Málið snýst upp í snúna morðgátu sem teygir anga sína víða og við sögu koma valdamiklir aðilar sem svífast einskis. Stella er söm við sig, kjaftfor og úrræðagóð og berst fyrir lítilmagnann, vopnuð innsæi og spakmælum mömmu. 252 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Og svo kom vorið Smásögur Guðjón Baldursson Sprengitilræði í Hvalfirði, kveflæknandi hrútspungar, læknar með gálgahúmor, Nóbelsskáldið – í þessu smásagnasafni raðast saman sögur af hversdagslegu en óvenjulegu fólki og aðstæðum sem það kann að rata í. Sumt er fyndið, annað grátbroslegt. Smásagnasafnið Og svo kom vorið er fyrsta bók læknisins Guðjóns Baldurssonar. Bókaútgáfan Sæmundur Það er töff að lesa bók! www.boksala.is B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 33GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.