Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 34

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 34
HLB Skerið Áslaug Torfadóttir og Ragnar Egilsson Lesari: Haraldur Ari Stefánsson Ási vaknar einn og yfirgefinn á hótelherbergi á Tene eftir fyllerí. Hann er rólegur í fyrstu en gamanið er fljótt að kárna. Pési vinur hans er horfinn og Ási er fastur á eyjunni, sem á sér dularfulla fortíð. Fljótt kemst hann að því að hann er í mikilli hættu. Skerið er hljóðsería í sex hlutum þar sem hljóðbókarformið er tekið á næsta stig. H 5:02 klst. Storytel KIL RAF Snarkið í stjörnunum Jón Kalman Stefánsson Ættarsaga og blíðleg minningabók sjö ára drengs í Reykjavík um 1970. Við fylgjumst með lífi hans í kjölfar móðurmissis, samskiptum við föður og vini og hrekkjusvín og þöglu stjúpuna sem birtist einn dag. Saman við söguna tvinnast brot úr lífi ólíkra kynslóða í gleði og sorg. Saga um ástina í ýmsum myndum. Fimmta skáldsaga höfundar, frá árinu 2003. 216 bls. Benedikt bókaútgáfa IB RAF HLB Sorprit og fleiri sögur Kristján Kristjánsson Hvað eiga samhent hjón í sumarleyfi, rithöfundur, sorphirðumaður, flugvallarstarfsmaður, skóbúðareigandi og f íkniefnasmyglari sameiginlegt? Jú, mikilvæg augnablik á lífsleiðinni eins og við öll upplifum. Stundum rötum við jafnvel í hættulegar aðstæður – og ef við sleppum frá þeim fáum við kannski svör við stórum spurningum. 96 bls. / H 2:08 klst. MTH útgáfa KIL RAF Sólrún - saga um ferðalag Sigurlín Bjarney Gísladóttir Sólrún ákveður að láta sig hverfa úr þjónustuíbúð fyrir aldraða og leggur af stað í ferðalag á puttanum. Förinni er heitið í Mývatnssveit en þangað telur hún sig eiga brýnt erindi. Margvíslegt fólk verður á leið hennar og sterkar minningar blandast inn í upplifun hennar, móðurþrá, ást og sekt, og svo dauðinn sem nálgast óðum. Áhrifamikið skáldverk. 146 bls. Bjartur IB Stóri bróðir Skúli Sigurðsson Stóri bróðir er saga um hefnd og réttlæti, um kærleika og missi, ofbeldi og gamlar syndir. Svartklædd vera gengur í skrokk á manni við Rauðavatn og hverfur svo eins og vofa út í nóttina. Enginn veit hver árásarmaðurinn er eða hvað vakir fyrir honum. Stóri bróðir er hörkuspennandi glæpasaga sem heldur lesandanum föngnum frá upphafi til enda. 528 bls. Drápa KIL Riddarar hringstigans Einar Már Guðmundsson Eftirminnileg verðlaunabók sem markaði tímamót í íslenskri sagnagerð þegar hún kom fyrst út 1982. Þetta er sígild þroskasaga um viðburðaríka æsku, sögð af barnslegri einlægni drengs en alvitur sögumaður býr yfir visku og yfirsýn. Frásagnarhátturinn er óvenjulegur, orðfærið einstakt og hugarflugið ómótstæðilegt. Halldór Guðmundsson ritar eftirmála. 211 bls. Forlagið IB RAF Saknaðarilmur Elísabet Jökulsdóttir Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist saknaðarilmi. Hér veltir Elísabet steinum og strýkur lesandanum móðurlega um kinn, og heldur óþreytandi áfram leit sinni að ást, friði og sátt. Nístandi falleg saga eftir höfund Aprílsólarkulda sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin. 138 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL Sápufuglinn María Elísabet Bragadóttir Sápufuglinn hefur að geyma þrjár sögur um losta og valdadýnamík í samböndum, flókna kynverund og arfgengan hæfileika til að ferðast um í tíma. María Elísabet Bragadóttir sló eftirminnilega í gegn með sinni fyrstu bók Herbergi í öðrum heimi. Sápufuglinn kemur róti á huga lesanda með djúpu innsæi höfundar, óbeisluðu hugmyndaflugi og beittum húmor. 104 bls. Una útgáfuhús IB KIL RAF HLB Sextíu kíló af kjafts höggum Hallgrímur Helgason Nútíminn arkar hægt um síldarsumur í Segulfirði. Gestur er átján ára fyrirvinna fimm manna heimilis, fátæktin er sár en þó er ekki laust við ljósglætur eins og óvæntan unað ástarinnar. Dag einn vilja stórhuga framtíðarmenn kaupa gömlu Skriðujörðina. Skáldsagan hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021, líkt og Sextíu kíló af sólskini 2018. 544 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL Skaðræði Jón Pálsson Austur á Fjörðum er útigangsfé skotið á færi fyrir tilstilli Matvælastofnunar. Viðskilnaðurinn er engum til sóma og aðfarirnar verkja furðu og viðbjóð heimamanna. 424 bls. Bókstafur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa34 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.