Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 35

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 35
IB Tálsýn Rannveig Borg Sigurðardóttir Líf Önnu er eins og spegilslétt yfirborð vatnsins. Þar birtist mynd af framakonu sem allir vegir eru færir. En vatnið tekur að gárast og vísbendingar um að óvinveitt öfl sæki að Önnu hrannast upp. Rannveig Borg Sigurðardóttir sló í gegn með fyrstu bók sinni, Fíkn, og fylgir henni hér eftir með afar spennandi bók. 276 bls. Sögur útgáfa IB RAF Tól Kristín Eiríksdóttir Líkt og í fyrri bókum Kristínar Eiríksdóttur virðist allt blasa við en ekkert er sem sýnist. Hvernig tengist Villa Dúadóttir hvalveiðimanninum Dimma, sem hún hefur nú gert um heimildamynd? Hvers vegna vill hún segja sögu hans? Er yfirleitt viðeigandi að hún geri það? Og hvað með Amalíu, sem hún klippti út úr myndinni? 352 bls. Forlagið - JPV útgáfa RAF HLB Trúnaður Rebekka Sif Stefánsdóttir Lesari: Orri Huginn Ágústsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Þórey Birgisdóttir, Birna Pétursdóttir og Katla Njálsdóttir Það er komið að saumaklúbbi og vinkonurnar fimm sem hafa þekkst síðan í menntaskóla hafa allar ólíkar væntingar til kvöldsins. Í aðdraganda saumaklúbbsins fylgjumst við með þeim undirbúa sig og setja á sig grímuna fyrir kvöldið. Draugar fortíðar banka upp á og uppgjörið framundan er óumflýjanlegt. Vinkonuhópurinn verður aldrei samur. H 5:06 klst. Storytel IB RAF Tugthúsið Haukur Már Helgason Þegar sýslumenn vildu fá að hengja lausgangara landsins kom tilskipun frá danska kónginum um að reisa tugthús. Næstu áratugi hírðust konur og karlar í Tugthúsinu við Arnarhól við hörmulegar aðstæður. Áleitin skáldsaga sem varpar ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hluta 18. aldar, aumustu þegna landsins og valdhafana sem sýsluðu með örlög þeirra. 453 bls. Forlagið - Mál og menning IB RAF Strákar sem meiða Eva Björg Ægisdóttir Maður finnst myrtur í sumarbústað í Skorradal. Á veggnum fyrir ofan hann hafa verið skilin eftir blóðug skilaboð. Elma glímir hér við sérlega erfitt mál sem teygir anga sína víða um samfélagið og tugi ára aftur í tímann – ekki síst eftir að gömul dagbók ungs drengs finnst. Og á Akranesi er fólk sem vill alls ekki að sannleikurinn komi í ljós. 351 bls. Veröld KIL Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Endurútgáfa einnar vinsælustu skáldsögu sem út hefur komið hin síðari ár og nú hefur verið kvikmynduð. 106 bls. Bjartur KIL Svefngríman Örvar Smárason Átta smásögur sem vega salt á mörkum þess hversdagslega og þess fáránlega. Síðasti kaffibollinn fyrir heimsendi, eðlilegur útlimamissir, úthverfablinda, gervigreindarvinátta, óráð, ímyndun, sambönd og tengslaleysi. Verk sem hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 156 bls. Angústúra SVK Takk fyrir komuna Hótel Saga geymir ýmis leyndarmál og ævintýri, þar blandast fólk og aðrar furðuverur eins og skyr og hafragrautur. Nokkrir meistaranemar í ritlist, með aðstoð ritstjóra sinna, töfra hér fram ljóð og sögur sem verða að ljúffengum hræringi með svignandi veisluborðum, klámi, daðri, óvæntum uppákomum, dulúð og dauðum hana. 188 bls. Una útgáfuhús Þar sem týpurnar versla er þér óhætt! B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 35GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.