Bókatíðindi - 01.12.2022, Qupperneq 42

Bókatíðindi - 01.12.2022, Qupperneq 42
KIL RAF Hitt húsið Rachel Cusk Þýð: Ingunn Ásdísardóttir Kona býður frægum listmálara að dvelja í gestahúsi sínu við afskekkta sjávarströnd þar sem hún og fjölskyldan búa. Málverk hans hafa heillað hana og hún vonast til að myndsýn hans geti vitrað henni leyndina sem býr innra með henni. Þegar líður á sumarið verður storkandi návist hans henni æ óskiljanlegri og raskar hennar annars friðsælu tilveru. 204 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Hjónaband rauðu fiskanna Guadalupe Nettel Þýð: Kristín Guðrún Jónsdóttir Ritstjóri: Ásdís R. Magnúsdóttir Smásögur Guadalupe Nettel frá Mexíkó hafa vakið mikla athygli. „Tengsl dýra og manna geta verið jafn flókin og þau sem sameina okkur mannfólkið“, skrifar hún. Sögurnar fjalla allar um samhliða hegðun dýra og manna. Höfundurinn kafar í leyndustu kima mannssálarinnar og fléttar örlög manneskjunnar við lífshætti bardagafiska, kakkalakka, katta o.fl. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan KIL Homo Sapína Niviaq Korniliussen Þýð: Heiðrún Ólafsdóttir Fía, Inuk, Sara, Arnaq og Ivinnguaq eru öll í leit að ástinni og sjálfum sér í ísköldum grænlenskum veruleika. Niviaq Korniliussen er fædd í Nuuk árið 1990. Hún fékk lof fyrir Homo Sapína sem var tilnefnd til Norðurlandaráðsverðlauna 2015, en verðlaunin fékk hún svo í fyrra fyrir Blómadalinn sem kemur út á íslensku 2023. 160 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL RAF Hvarf Jims Sullivans Tanguy Viel Þýð: Jórunn Tómasdóttir Bandaríkjamaðurinn Dwayne Koster var heillaður af örlögum landa síns, tónlistarmannsins Jims Sullivans sem nánast gufaði upp í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó árið 1975. Ekkert hefur spurst til hans síðan og engar vísbendingar hafa komið fram um hvað af honum hafi orðið. Marglaga skáldsaga sem fetar nýjar slóðir eftir franskan verðlaunahöfund. 182 bls. Ugla KIL RAF HLB Inngangur að efnafræði Bonnie Garmus Þýð: Sunna Dís Másdóttir Ástir og efnafræði, sjónvarpsþættir um matargerð, kenningar um sjálfskviknun lífs og vaknandi kvenfrelsi á sjöunda áratug síðustu aldar – allt blandast þetta saman á óviðjafnanlegan hátt í þessari hröðu, spennandi, fyndnu og hjartnæmu sögu af efnafræðiséníinu og sjónvarpskokknum Elizabeth Zott. 441 bls. Forlagið - Mál og menning KIL RAF Harmur og hamingja Meg Mason Þýð: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Á yfirborðinu lifa Martha og Patrick fullkomnu lífi en undir niðri geisar hamslaus stormur. Það er nefnilega eitthvað að Mörthu, eitthvað sem gerir það að verkum að hún grætur, grýtir diskum og hefur íhugað að taka eigið líf. Bráðfyndin og nístandi sár skáldsaga um geðsjúkdóma, barneignir, fjölskyldutengsl og skilnað. 351 bls. Forlagið - Mál og menning KIL RAF HLB Heiðríkja Ann Cleeves Þýð: Snjólaug Bragadóttir Gamlir vinir úr háskóla halda til Hjaltlandseyja til að vera við brúðkaup. Um nótt hverfur ein úr hópnum, Eleanor, sporlaust. Lögregluforinginn Jimmy Perez er sannfærður um að meira búi að baki hvarfi Eleanor en virðist við fyrstu sýn. Hafði hún komist á snoðir um gamalt leyndarmál sem var svo ískyggilegt að það kallaði á morð? 400 bls. Ugla KIL RAF HLB Helkuldi Viveca Sten Þýð: Elín Guðmundsdóttir Fyrsta bókin í nýrri glæpaseríu eftir Vivecu Sten, höfund hinna vinsælu Sandhamn-bóka. Frosið lík finnst í skíðalyftu í Åre. Ýmislegt bendir til morðs og jafnvel að fleiri morð séu í vændum. Stormur er í aðsigi og lögreglan má engan tíma missa við lausn morðgátunnar. Hve mörg verða fórnarlömbin áður en sannleikurinn lítur dagsins ljós? 464 bls. Ugla KIL RAF Hin óhæfu Michael Hjorth og Hans Rosenfeldt Þýð: Snæbjörn Arngrímsson Bækur Hjorths og Rosenfeldts um sálfræðinginn Sebastian Bergman hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn. Hin óhæfu er fimmta bókin í röðinni. 496 bls. Bjartur KIL RAF HLB John Adderley - önnur bók Hin systirin Peter Mohlin og Peter Nyström Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Fólk lítur undan þegar það sér andlit Aliciu Bjelke, svo afmyndað er það. Hún hefur skapað sér líf sem forritari og er höfundur að vinsælli stefnumótasíðu ásamt Stellu systur sinni. Stella er gullfalleg og er andlit fyrirtækis þeirra systra út á við. Þegar Stella er myrt veit Alicia að lífi hennar er líka stefnt í voða. 360 bls. / H 11:12 klst. MTH útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa42 Skáldverk ÞÝDD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.