Bókatíðindi - 01.12.2022, Qupperneq 43

Bókatíðindi - 01.12.2022, Qupperneq 43
KIL Kjörbúðarkonan Sayaka Murata Þýð: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Þegar Keiko Furukura fær hlutastarf með námi í kjörbúðinni Smile Mart finnur hún tilgang í lífinu. Þar skilur hún reglurnar - þær eru skráðar í handbók búðarinnar - og á auðvelt með að falla inn í starfsmannahópinn. En nú er hún orðin 36 ára gömul og fólki finnst tími til kominn að hún taki næstu skref: finni sér maka og merkilegra starf. 160 bls. Angústúra KIL Klækjabrögð Sandra Brown Þýð: Ragnar Hauksson FBI-fulltrúinn Drex Easton er heltekinn af því að hafa hendur í hári hrapps sem eitt sinn gekk undir nafninu Weston Graham. Með klækjum og dulargervum hefur Weston haft auðinn af átta ríkum konum áður en þær hurfu sporlaust. Þessar konur áttu það eitt sameiginlegt að hafa skyndilega eignast nýjan eiginmann sem hvarf svo líka sporlaust. 485 bls. Ugla KIL Kuldagustur Quentin Bates Þýð: Halla María Helgadóttir Þriðja bókin um lögregluforingjann Gunnhildi. – Gunnhildur hefur fengið leyfi frá störfum til að vera lífvörður manns sem fé hefur verið sett til höfuðs. Þeim er komið fyrir á „öruggum stað“ utan Reykjavíkur. Brátt kemur í ljós að þau eru alls ekki örugg og staðurinn ekki eins leynilegur og látið hafði verið í veðri vaka. 340 bls. Ugla KIL RAF Kvöld eitt á eyju Josie Silver Þýð: Herdís M. Hübner Pistlahöfundinum Cleo Wilder finnst hugmyndin um að giftast sjálfri sér á afskekktri eyju við Írlandsstrendur og skrifa um það grein afar kjánaleg en er alveg til í ókeypis frí svo hún slær til. Á eynni kemur í ljós að eini gististaðurinn er tvíbókaður en geðstirði ljósmyndarinn Mack neitar að gefa eftir plássið. Hvort þeirra á að sofa á sófanum? 407 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB RAF Játningarnar Jean-Jacques Rousseau Þýð: Pétur Gunnarsson Einstakt og stórbrotið bókmenntaverk, sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar 18. aldar. Rousseau rekur æviferil sinn, segir frá samferðafólki, gerir grein fyrir hugmyndum sínum og skoðunum og opinberar tilfinningar sínar, óöryggi og ofsóknarkennd í bráðskemmtilegum texta. Pétur Gunnarsson þýðir þetta stórvirki af list og skrifar skýringar og formála. 634 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Jól í Litlu bókabúðinni Jenny Colgan Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir Þegar Carmen stendur uppi atvinnulaus og blönk í litla heimabænum í Skotlandi þar sem tækifærin eru af skornum skammti hringir móðir hennar í lögfræðinginn elstu dóttur sína. Þótt systurnar hafi aldrei átt skap saman býður Sofia Carmen herbergi hjá sér gegn því að hún aðstoði skjólstæðing hennar við að koma lúinni fornbókaverslun á réttan kjöl. 384 bls. Angústúra KIL Kaldamýri Liza Marklund Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Bærinn Stenräsk árið 1990. Miði á eldhúsborðinu: „Ástin mín. Ég fór að tína krækiber. Varð að komast út. Markus er hjá Karinu.“ Neðst í hægra horninu var stjarnan sem líktist litla óreglulega örinu á maganum. Merki Helenu. Myrkur skall á en Helena kom ekki heim ... – Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Heimskautsbaugurinn. 333 bls. Ugla KIL RAF HLB Kalmann Joachim B. Schmidt Þýð: Bjarni Jónsson Kalmann Óðinsson, sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauser-skammbyssu sem amerískur afi hans komst yfir í Kóreustríðinu. Kalmann er sérstæður, einfaldur og klókur í senn. En svo hverfur valdamesti maður þorpsins sem virðist flæktur í vafasamt athæfi og allt fyllist af lögreglu og fjölmiðlamönnum. 291 bls. Forlagið - Mál og menning Best í bókum B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 43GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.