Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 47

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 47
SVK Undir yfirborðinu Freida McFadden Þýð: Ingunn Snædal Velkomin í fjölskylduna, segir Nina Winchester þegar ég tek í vel snyrta hönd hennar. Ég brosi kurteislega og lít í kringum mig í ríkmannlegu anddyrinu. Starfið hér er síðasta tækifæri mitt til að hefja nýtt líf. Ég get þóst vera sú sem ég vil vera. Fljótlega kemur þó í ljós að leyndarmál Winchester-fjölskyldunnar eru mun ógnvænlegri en mín! 336 bls. Drápa KIL RAF Upplausn Sara Blædel og Mads Peder Nordbo Þýð: Ingunn Snædal Á fallegum sumardegi er Charlotte, móðir tveggja ungra barna, á leið úr ræktinni í skólann þar sem hún vinnur í friðsælum smábæ á eyjunni Fjóni. Nokkrum mínútum síðar er hún horfin sporlaust á þessari stuttu leið. Hér leggja saman krafta sína tveir höfundar í fremstu röð. 319 bls. Bjartur SVK Útlínur liðins tíma Virginia Woolf Þýð: Soffía Auður Birgisdóttir Minningabrot eins fremsta rithöfundar 20. aldarinnar, Virginiu Woolf, sem hér birtast eru vitnisburður um hvernig endurtekin högg dauðans, kynferðisbrot og önnur áföll í bernsku mörkuðu persónuleika hennar fyrir lífstíð. Soffía Auður Birgisdóttir þýðir af vandvirkni og ritar einnig ítarlegan eftirmála. 188 bls. Una útgáfuhús KIL Vanþakkláti flóttamaðurinn Dina Nayeri Þýð: Bjarni Jónsson Átta ára gömul flúði Dina Nayeri frá Íran ásamt kristinni móður sinni og bróður. Áratugum síðar skilgreinir hún sig enn út frá flóttanum. Í þessari bók fléttar hún saman sögur annarra flóttamanna og hælisleitenda á síðustu árum við sína eigin og varpar ljósi á ægivaldið sem felst í því að velja á hvern er hlustað. 400 bls. Angústúra KIL RAF HLB Systirin í storminum Önnur bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Lucinda Riley Þýð: Valgerður Bjarnadóttir Ally fær vísbendingu um uppruna sinn við andlát föður síns. Hún rekur slóð sína til Noregs og tengist ævi óþekktrar söngkonu, Önnu Landvik, sem var uppi 100 árum fyrr og söng þegar tónlist Griegs við ljóðabálk Ibsens, Pétur Gaut, var frumflutt. Hvernig tengist Anna föður hennar, hver var hann í raun og veru? 560 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL RAF Sælureitur agans Fleur Jaeggy Þýð: Brynja Cortes Andrésdóttir 14 ára stúlka hefur varið hálfu lífi sínu í heimavistarskólum í Ölpunum en bíður þess eins að vistinni ljúki svo hið sanna líf geti hafist. Tíminn líður hægt við fullkomna náttúrufegurð og lífsleiða. Hún laðast að skólasystur sem þekkir lífið utan heimavistarskóla ... Einstök skáldsaga um sakleysi æskuára og ógnir fullorðinsára, listilega skrifuð. 138 bls. Ugla KIL Tjaldið fellur Síðasta mál Poirots Agatha Christie Þýð: Helgi Ingólfsson Vinirnir Hercule Poirot og Hastings eru komnir á Styles-setur þar sem þeir leystu sína fyrstu morðgátu. Bæði Poirot og Styles-setrið hafa séð betri daga. En þótt Poirot sé kominn í hjólastól vegna liðagigtar eru „litlu gráu sellurnar“ hans enn í fullu fjöri. Hann veit að einn gestanna er fimmfaldur morðingi sem hyggur á enn eitt morðið ... 254 bls. Ugla KIL RAF HLB Tríó Johanna Hedman Þýð: Halla Kjartansdóttir Thora er einkabarn auðugra bóhemforeldra, fædd með silfurskeið í munni inn í sænska yfirstétt. Hún og August eru bernskuvinir en rót kemur á samband þeirra þegar Hugo kemur til sögunnar. Þau dragast hvert að öðru en undir yfirborðinu krauma andstæður, stéttamunur, ást – eða óvissa um ást – og jafnvægið sem ríkir á milli þeirra er afar viðkvæmt. 374 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL RAF Umskiptin og aðrar sögur Franz Kafka Þýð: Eysteinn Þorvaldsson og Ástráður Eysteinsson Hér eru allar sögur Franz Kafka sem hann gekk sjálfur frá til útgáfu, 44 talsins, allt frá örsögum upp í nóvellur. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni og formi og sýna vel innsæi höfundar í mannlega tilveru, furður hennar, ótta og efa. Allar hafa birst áður á íslensku en koma nú út í einni bók í endurskoðaðri þýðingu með nýjum eftirmála. 364 bls. Forlagið Bækurnar heim! www.boksala.is B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 47GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.