Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 48

Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 48
KIL RAF HLB Það síðasta sem hann sagði mér Laura Dave Þýð: Arnar Matthíasson Hannah Hall rennismiður flytur þvert yfir Bandaríkin til að giftast Owen, einstæðum föður sem hverfur skyndilega og skilur hana eftir með stjúpdóttur sem er henni ekki sérlega vinveitt. Einu skilaboðin frá Owen eru „Verndaðu hana“. Verðlaunin Goodreads Choice 2021, valin af bókaklúbbi Reese Witherspoon og hefur selst í meira en 2.000.000 eintaka. 288 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL RAF HLB Þernan Nita Prose Þýð: Magnea J. Matthíasdóttir Þernan Molly Gray er frábær í sínu starfi en hún á það til að misskilja og rangtúlka aðra og hefur engan lengur til að hjálpa sér að skilja heiminn eftir að amma hennar dó. Þegar auðkýfingur einn finnst látinn í herbergi sínu og grunur fellur á Molly eru góð ráð dýr en hún kemst að raun um það hverjir eru vinir hennar í raun – og hverjir ekki. 375 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL RAF HLB Þessu lýkur hér Colleen Hoover Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Stundum er það sá sem maður elskar mest sem særir dýpst. Lífið hefur ekki alltaf verið Lily auðvelt og hún hefur þurft að leggja hart að sér. Hún komst frá smábænum sem hún ólst upp í, útskrifaðist úr háskóla, flutti til Boston og stofnaði eigið fyrirtæki. Þegar hún kynnist heila- og taugaskurðlækninum Ryle virðist lífið hreinlega of gott ... 400 bls. / H 11:54 klst. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan KIL RAF HLB Þetta gæti breytt öllu Jill Mansell Þýð: Snjólaug Bragadóttir Ef Essie hefði ekki skrifað þetta tölvubréf – sem enginn átti að sjá nema besta vinkona hennar en fór óvart til allra sem hún þekkti – væri hún enn örugg í fanginu hjá Paul og jafnvel að undirbúa brúðkaup þeirra. En þá hefði hún aldrei flutt í risíbúðina við torgið – og aldrei hitt Conor eða kynnst Lucasi ... 384 bls. Ugla KIL Ævintýri frá Kóreu og Japan Endurs: Unnur Bjarnadóttir Myndh: Elías Rúni Ævintýri frá Kóreu og Japan er endursögn fimm kóreskra og fimm japanska ævintýra á íslensku. Í þeim er að finna persónugervinga mismunandi náttúruafla, dísir og guði sem búa bæði á himnum og á sjávarbotni, og börn sem finnast inni í trjám eða ávöxtum. Hverju ævintýri fylgir stutt umfjöllun og einnig er gerð grein fyrir sögu og menningu landanna. 96 bls. Bókaútgáfan Asía KIL RAF HLB Vargar í véum Hans Rosenfeldt Þýð: Nanna Brynhildur Þórsdóttir Blóðugt uppgjör glæpagengja. Dauðir úlfar með mannakjöt í maganum. Kaldrifjaður útsendari rússnesku maf íunnar mætir á svæðið. Lögreglan í sænska landamærabænum Haparanda kann að fást við smákrimma en hér er við öllu svæsnari glæpamenn að etja. Lögreglukonan Hanna þarf að takast á við erfið mál um leið og hún stríðir við ýmsar flækjur í einkalífinu. 381 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL RAF HLB Veðurteppt um jólin Sarah Morgan Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Fjölskyldujól og óvæntur gestur! Miller-systkinin; Ross, Alice og Clemmie eru á leið heim til foreldra sinna yfir jólin. Lucy Clarke sér fram á mögulegan starfsmissi í nýársgjöf – nema hún geti fengið Ross Miller í samstarf. Þegar Lucy birtist á tröppunum hjá Miller-fjölskyldunni halda þau að hún sé kærasta Ross og taka henni fagnandi. 408 bls. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan KIL Veldi hinna illu Anthony Burgess Þýð: Helgi Ingólfsson Í þessari miklu skáldsögu segir frá útbreiðslu kristni í Rómaveldi á 1. öld þegar misvitrir og spilltir keisarar á borð við Tíberíus, Calígúla og Neró ríktu. Þetta er ein metnaðarfyllsta skáldsaga Anthonys Burgess og býr yfir öllum hans bestu höfundareinkennum – í senn fyndin og sorgleg, blíð og grimm, raunsæ og heimspekileg en umfram allt mannleg. 604 bls. Ugla KIL RAF HLB Velkomin heim Ninni Schulman Þýð: Elín Guðmundsdóttir Einn síðsumardag í Hagfors fær blaðakonan Magdalena Hansson boð um að hitta gamla bekkjarfélaga úr grunnskóla. Ætlunin er að dvelja í kennarabústaðnum eins og þau gerðu eina helgi í 9. bekk. Við endurfundina virðast allir falla í gamalt mynstur og fljótlega kemur upp á yfirborðið óuppgerð misklíð. Um kvöldið finnst einn bekkjarfélaginn dáinn ... 532 bls. Ugla KIL RAF HLB Við skulum ekki vaka Heine Bakkeid Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson Thorkild Aske heldur með systur sinni til Íslands að heimsækja aldraðan föður þeirra, Úlf, sem glímir við krabbamein. Úlfur er mikill umhverfissinni og á að baki litríka ævi í endalausu stríði við íslensk stjórnvöld. Á Íslandi sogast Thorkild inn í morðmál sem tengjast umhverfisvernd og virkjanaframkvæmdum – og æsilegir leikar berast um landið. 447 bls. Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa48 Skáldverk ÞÝDD
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.