Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 49

Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 49
SVK Blástjarna efans Valdimar Tómasson Þetta er sjötta ljóðabók Valdimars Tómassonar sem eins og í fyrri bókum sínum yrkir í knöppu formi og með markvissu og afar fáguðu myndmáli um djúpar og stundum sárar tilfinningar. 46 bls. Forlagið - JPV útgáfa SVK Dagslátta Ari Jóhannesson Ari Jóhannesson læknir sækir yrkisefni sín öðrum þræði í starf sitt og tvinnar saman ljóðmál og læknamál í áhrifaríkum svipmyndum af fólki á ystu nöf. Lífsháskinn er hvergi fjarri en skáldið lýsir því sem fyrir ber með kímnu raunsæi. Þetta er önnur ljóðabók Ara en fyrir þá fyrri hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. 83 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Eintal við tungl Sigurður Örn Guðbjörnsson Eintal við tungl er þriðja ljóðabók Sigurðar Arnar 80 bls. Kolgrímur SVK Ekkert eitt Sandra Ólafsdóttir Höfundur ljóðanna er ung kona á Seyðisfirði. Hún hannaði kápu bókarinnar og teiknaði myndir sem fylgja ljóðunum. Sandra hefur verið iðin við listsköpun, ljósmyndun, myndbandagerð og myndlist. Hún hefur notað ritlist til að skrifa sig í gegnum erfiða reynslu og tilfinningar og má fylgja hennar mögnuðu vegferð úr myrkri í ljósið við lestur ljóðanna. 74 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi KIL Ekkert hálfkák og sút Vísur og kvæði eftir Hermann frá Kleifum Hermann Kristinn Jóhannesson Í bók þessari birtast vel á annað hundrað vísur, auk nokkurra kvæða, eftir Hermann Kristin Jóhannesson frá Kleifum í Gilsfirði. Vísur hans um menn og málefni líðandi stundar eru óvenju snjallar og hafa sumar orðið landfleygar. Ragnar Ingi Aðalsteinsson annaðist útgáfuna og ritar inngang. 76 bls. Bókaútgáfan Sæmundur Ljóð og leikrit SVK Af djúpum straumi Ferdinand Jónsson Af djúpum straumi er þriðja ljóðabók Ferdinands Jónssonar. Hann vakti mikla athygli fyrir frumraun sína, Innsævi, og sagði Védís Skarphéðinsdóttir bókmenntafræðingur í dómi sínum: „bókin er beinlínis fögur hvar sem á hana er litið, og efniviðurinn er lifandi og litríkur, en jafnframt tregafullur.“ Á eftir Innsævi sendi Ferdinand frá sér Í úteyjum. 69 bls. Veröld SVK Allt og sumt Þórarinn Eldjárn Eitthundrað stökur og spökur. Athugasemdir, hugleiðingar, stemmningar um nokkurn veginn hvað sem er. Eða eins og segir í lokaerindi bókarinnar: Ég hef ort heitt og kalt um hátt og lágt – sprækt, hrumt. Ort hef ég um allt en þó mest um sumt. 109 bls. Gullbringa ehf. IB RAF Allt sem rennur Bergþóra Snæbjörnsdóttir Á hverju ári sendir hún fyrrverandi eiginmanni sínum skilaboð ég lifi á hverju ári svarar hann ég veit Allt sem rennur er ný ljóðsaga eftir höfund Flórída og Svínshöfuðs . 160 bls. Benedikt bókaútgáfa SVK Bland í poka Páll Jónasson Höfundurinn, Páll Jónasson ólst upp við ljós og lausavísur og íslenskt mál hefur alltaf verið honum hugleikið. Hér býður hann ykkur upp á bland í poka frá árunum 1997-2022. 72 bls. Bókaútgáfan Hólar Ljóð og leikrit B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 49GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Ljóð og leikrit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.