Bókatíðindi - 01.12.2022, Qupperneq 53

Bókatíðindi - 01.12.2022, Qupperneq 53
KIL Svartdjöfull Gunnlaugur Bjarnason Með gömlum hákarlaveiðimanni sækir höfundur á mið myrkurs og sjávar til að gá hvað þar leynist. Á eftir þeim liggur slóð klakahröngls, þunglyndis og ótta. Eða hvað leynist innan við litlar dyr undir súð og bakvið andlit í spegli? Hákarlar, djöflaskötur og mara leggjast yfir og breyta skáldi í marmara. 96 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK Söngvar norðursins Ljóð Inúíta frá Grænlandi og Kanada Þýðandi ljóða: Björn Ingvarsson Telja má til tíðinda að ljóð Inúíta komi út á íslensku, ljóð sem voru samin áður en Inúítar fengu ritmál. Mannfræðingurinn Knud Rasmussen skráði kveðskapinn á ferðum sínum og gaf út á dönsku. Björn Ingvarsson þýddi ljóðin eftir útgáfu hans. Hann segir þýðinguna erfiða, hann hafi reynt að setja í forgang að koma boðskap ljóðanna sem best til skila. 133 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi SVK Talandi steinar Guðmundur Gíslason Ljóðabálkurinn Talandi steinar lýsir dvöl á geðdeild og glímu við erfiðar tilfinningar. Þessi áhrifamikla bók hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2022 og segir í umsögn meðal annars: "Þetta heildstæða verk býr yfir framvindu um leið og hvert ljóð stendur sjálfstætt sem sjónhending inn í tilveru þeirra sem glíma við geðsjúkdóma." 62 bls. Bjartur SVK Tíminn á leiðinni Steinunn Sigurðardóttir Í nýrri ljóðabók höfuðskáldsins Steinunnar Sigurðardóttur er tíminn meginstefið; kynslóðirnar, árstíðirnar, upphaf og endalok – horft er bæði inn á við og út í heiminn, á náttúruna, lífið sjálft. Ljóðmálið er í senn leikandi létt og hnitmiðað, myndir dregnar skýrum og oft óvæntum dráttum, ærsl og alvara vegast á. 82 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Skurn Arndís Lóa Magnúsdóttir Ung stúlka stríðir við svefnleysi eftir að tvíburasystir hennar lendir í slysi. Hún reynir að dreifa huganum með því að hugsa um allt sem er kringlótt. Skurn er f íngerð ljóðsaga um aðskilnað og áföll, styrk og viðkvæmni, og eftir stendur spurningin hvort hægt sé að skilja sársauka annarra. 101 bls. Una útgáfuhús SVK Spádómur fúleggsins Birta Ósmann Þórhallsdóttir Spádómur fúleggsins er fyrsta ljóðabók Birtu en hún hefur áður gefið út örsagnasafnið Einsamræður og þýðingu úr spænsku á Snyrtistofunni eftir Mario Bellatin. 69 bls. Skriða bókaútgáfa KIL Stórsæ stjarnfræðileg fyrirbæri Eyrún Ósk Jónsdóttir Eyrún Ósk Jónsdóttir, handhafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar, yrkir hér um föðurmissi, afstæði tíma og rúms, og hvernig megi lifa af missi sem líkist því þegar reikistjarna hverfur af himni. En líka um það sem yfirstígur tíma og rúm, kærleikann, fegurðina og ástina og þá töfra lífsins sem mikilvægt er að við förum ekki á mis við. 108 bls. Bjartur IB Stundum verða stökur til Hjálmar Jónsson Bragasnillingurinn Hjálmar Jónsson fer hér á kostum í leiftrandi kveðskap og frásögnum. Hann rekur sig fram um ævina í vísum og ljóðum enda ljóst að bundið mál varðar æviveginn. 175 bls. Bókaútgáfan Hólar Það er stuð að lesa bók B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 53GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Ljóð og leikrit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.