Bókatíðindi - 01.12.2022, Qupperneq 54

Bókatíðindi - 01.12.2022, Qupperneq 54
SVK Við lútum höfði fyrir því sem fellur Alda Björk Valdimarsdóttir Öflug og eftirtektarverð ljóðabók þar sem fjallað er um flóknar tilvistarspurningar. Trú og von manneskjunnar og kaldur efnisheimurinn vegast á í áhrifaríku myndmáli ljóðanna og þar birtist stórbrotin sköpunarsaga sem spannar allt frá hjartslætti fósturs upp í þyt vetrarbrauta. Alda Björk hefur áður sent frá sér eina ljóðabók. 80 bls. Forlagið - JPV útgáfa SVK Það sem hverfur What disappears / Ce qui disparaît / Was verschwindet Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Myndir: Nökkvi Elíasson Þýð: Gérard Lemarquis, Wolfgang Schiffer og Jón Thor Gíslason Tvímála ljóðaútgáfa ásamt fjölda ljósmynda af íslenskum eyðibýlum. Verk sem býr yfir miskunnar lausri fegurð hnignunar sem höfundarnir fanga með eftirminnilegum hætti. Tregablandin ljóð kallast á við áhrifa miklar myndir og hreyfa svo sannarlega við lesandanum. Fæst með þýðingum á ensku, frönsku og þýsku! 119 bls. Dimma IB Þriðja kver um kerskni og heimsósóma Helgi Ingólfsson Í Þriðja kveri um kerskni og heimsósóma má finna gamanmál, þar sem mestmegnis er skopast að dægurþrasi líðandi stundar, en inni í millum leynist alvarlegra efn. Í ofanálag bætast nú enn á ný við nokkrar Barnasögur fyrir fullorðna, þar sem sagnaarfur barnabókmenntanna er skoðaður í spéspegli hins flókna nútíma. 225 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK Þykjustuleikarnir Anton Helgi Jónsson Í þessari ljóðabók er okkur boðið í sirkus þar sem fer fram samfelld dagskrá og alls konar persónur, misjafnlega kunnuglegar, eru kynntar til leiks. Leikur með gervi og raddir endurspeglast að nokkru í útliti og uppsetningu þessarar nýstárlegu ljóðabókar eftir eitt af okkar vinsælustu og listfengustu skáldum. 144 bls. Forlagið - Mál og menning IB Austfirsk ljóðskáld XXII Öræfanna andar svífa Einar Hjálmar Guðjónsson, Sólveig Sigríður Guðjóns dóttir, Arnheiður Guðjónsdóttir og Hallveig Friðrika Guðjónsdóttir Ljóðin sem birtast í þessari bók eru eftir fjögur systkini sem ólust upp í Heiðarseli í Jökuldalsheiði á fyrri hluta tuttugustu aldar. Þau urðu þekkt fyrir ljóðagerð sína ung að árum. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi vill með útgáfunni heiðra minningu þessara sönnu alþýðuskálda með vissu um að kveðskapurinn á enn erindi við ljóðelska lesendur. 134 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi SVK Urðarflétta Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Fíngerð og dulmögnuð prósaljóð um náttúruna sem býr innra með okkur, viðkvæm augnablik, horfna skóga, uglur sem grípa nóttina, ástvini í handanheimi, eggaldin sem vex úr koki, kreppta hnefa, sár sem aldrei gróa, fljúgandi þakplötur, þeysandi halastjörnur og byltingar sem fæðast í móðurkviði. Urðarflétta er önnur ljóðabók Ragnheiðar Hörpu. 55 bls. Una útgáfuhús IB RAF Urta Gerður Kristný Urta segir í fáum en áhrifamiklum orðum sögu af harðri lífsbaráttu á hjara veraldar. Gerður Kristný hefur lengi verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, enda hafa fáir viðlíka tök á blæbrigðum tungumálsins. Ljóðabálkar hennar hafa vakið aðdáun lesenda hér heima og víða erlendis og því sætir nýr slíkur ævinlega tíðindum. 100 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Úr vonarsögu Hanne Bramness Þýð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Ljóðaflokkur þar sem vonin sjálf er undirliggjandi og mikilvægt afl til mótvægis við atburði sem eiga sér stað á yfirborðinu. Á markvissan hátt vinnur skáldið úr minningabrotum úr æsku og fléttar saman hinu kunnuglega og því sem er framandi. Hanne Bramness er eitt þekktasta samtímaskáld Norðmanna. 62 bls. Dimma SVK Úti bíður skáldleg veröld Jakub Stachowiak Jakub Stachowiak hefur komið sem ferskur andvari inn í íslenskan ljóðaheim, en árið 2021 kom út hans fyrsta bók, Næturborgir. Í ljóðum sínum blæs Jakub nýju lífi í tungumálið og dregur fram ljóðrænar myndir með frumleika, glaðværð og áræðni. Skyldulesning fyrir ljóðaunnendur. „Grjótmögnuð flugeldasýning“ – Steinunn Sigurðardóttir 48 bls. Páskaeyjan bókaútgáfa KIL Varurð Draumey Aradóttir Varurð er sjötta bók höfundar. Fimm ljóðanna hafa þegar hlotið verðlaun og viðurkenningar. Í bókinni býðst lesendum að reima á sig skóna og halda með höfundi í ljóðför um oddhvassar lendur óttans; allt frá upptökum hans að óumflýjanlegum átökunum. 80 bls. Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa54 Ljóð og leikrit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.