Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 56

Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 56
KIL Allt sem þú vilt vita um Biblíuna Þórhallur Heimisson Víðar lendur Biblíunnar eru hér allar undir; hugljúfar ástarlýsingar Ljóðaljóðanna, grimmileg þjóðarmorð Gamla testamentisins, kærleiksboðskapurinn og erfðasyndin. En skrímslin eru heldur ekki látin óáreitt. Kvenfyrirlitning, hommafóbía og gyðingahatur kirkjunnar fá vægðarlausa umfjöllun, sem og hin aldagamla spurning um sannleiksgildi Biblíunnar. 488 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Almanak Háskóla Íslands 2023 Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Yfirlit um hnetti, mælieiningar, veðurfar o.fl. Af nýju efni má nefna grein um segulstirni. 92 bls. Háskólaútgáfan KIL Almanak HÍÞ 2023 Ásamt árbók 2021 Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson Ritstjóri: Arnór Gunnar Gunnarsson Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Yfirlit um hnetti, mælieiningar, veðurfar o.fl. Af nýju efni má nefna grein um segulstirni. Ásamt árbók 2021. 120 bls. Háskólaútgáfan IB Ameríska goðsögnin Saga Harley-Davidson-mótorhjóla á Íslandi Njáll Gunnlaugsson Saga hinna goðsagnakenndu Harley-Davidson-mótorhjóla í máli og myndum, frá því að þau fyrstu birtust á Íslandi árið 1917. Þá upphófst sannkölluð gullöld þeirra, en eftir stríð tók lögreglan þau í þjónustu sína. Einnig er fjallað um nokkrar aðrar gerðir amerískra mótorhjóla sem bárust til landsins. Ómissandi bók fyrir áhugafólk um vélknúin ökutæki. 176 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL Andvari 2022 Ritstjóri: Ármann Jakobsson Aðalgrein Andvara 2022 er æviágrip Svövu Jakobsdóttur rithöfundar og alþingismanns. Höfundar ritsins 2022 eru Birna Bjarnadóttir, Guðrún Kvaran, Gunnar Stefánsson, Lára Magnúsardóttir, Hjalti Hugason, Arngrímur Vídalín, Ólafur Kvaran, Þórir Óskarsson, Kjartan Már Ómarsson, Sigurjón Árna Eyjólfsson, Gunnar Skarphéðinsson og Jón Sigurðsson. 270 bls. Háskólaútgáfan Fræði og bækur almenns efnis SVK Aðstæðubundið sjálfræði Líf og aðstæður fólks með þroskahömlun Ritstjórar: Ástríður Stefánsdóttir, Guðrún Valgerður Stefánsdóttir og Kristín Björnsdóttir Hverju vill fólk með þroskahömlun ráða í eigin lífi? Á það að stunda nám í háskóla? Hvernig má stuðla að bættu kynheilbrigði meðal þess? Hvernig má hindra nauðung og þvinganir á heimilum fólks með þroskahömlun? 342 bls. Háskólaútgáfan IB Lærdómdsrit Bókmenntafélagsins Af sifjafræði siðferðisins Friedrich Nietzsche Af sifjafræði siðferðisins er eitt þeirra rita Nietzsches þar sem hugsun hans er skýrust og beittust. Ritið er skrifað um sama leyti og Handan góðs og ills, sem komið hefur út í röð Lærdómsrita, og hverfist að mörgu leyti um sömu spurningar en tekur á þeim á beinskeyttari hátt. Hið íslenska bókmenntafélag SVK RAF Alls konar íslenska Hundrað þættir um íslenskt mál á 21. öld Eiríkur Rögnvaldsson Í Alls konar íslensku eru umfjöllunarefnin allt frá eldheitum málvillum yfir í áskoranir 21. aldarinnar um viðmið í málrækt, samfélags- og tæknibreytingar og kynjamál og kynhlutleysi í máli. Meginþræðirnir felast þó í gildi tungumálsins í menningunni og að umræða um málfar og tungumálið einkennist af jákvæðni og umburðarlyndi. 355 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Allt í blóma Pottablómarækt við íslenskar aðstæður Hafsteinn Hafliðason Falleg stofublóm gera heimilin okkar bæði vistlegri og hlýlegri. Þau veita einstaka vellíðan og gleði, bæta andann og fegra umhverfið. Sífellt stækkandi hópur blómaunnenda getur nú fagnað því að hér sé loks komin hin eina sanna biblía áhugafólks um pottaplöntur – og það frá okkar mesta ástríðumanni í blómarækt. 503 bls. Sögur útgáfa Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa56 Fræði og bækur almenns efnis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.