Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 58

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 58
SVK Fimmaurabrandarar 4 Endurs: Fimmaurabrandara- fjelagið Brotabrot af þeim albestu bröndurum sem birst hafa á Facebook-síðu Fimmaurabrandarafjelagsins. 80 bls. Bókaútgáfan Hólar SVK Fínir drættir leturfræðinnar Jost Hochuli Þýð: Birna Geirfinnsdóttir, Gunnar Þór Vilhjálmsson og Marteinn Sindri Jónsson Fallegt og spennandi umbrot gleður auga lesenda og vekur áhuga þeirra. Sé illa hugað að hinum f ínni dráttum textans verður lesturinn hins vegar erfiður og gleðin skammvinn. Hér má finna ýmsar lausnir, ekki síst í umbroti og framleiðslu bókarinnar sjálfrar. Ómissandi bók fyrir þá sem áhuga hafa á góðri hönnun. 63 bls. Angústúra KIL Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur Fjöltyngi og fjölskyldur Birna Arnbjörnsdóttir Ritstjórar: Kristín Guðrún Jónsdóttir og Ásdís R. Magnúsdóttir Í þessari bók er að finna umfjöllun um hlutverk og áhrif samfélagsins og fjölskyldunnar á þroska og menntun fjöltyngdra barna. Höfundurinn hefur um árabil rannsakað sambýli tungumála og gefið út bækur og rit um áhrif þeirra á sjálfsmynd, uppeldi og nám ungmenna sem nota fleiri en eitt tungumál í daglegu lífi. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan SVK Handbók í íslenskri miðaldasögu IV Fornir hættir Húsakostur og verkmenning Gunnar Karlsson Hér er að finna rækilega úttekt á húsakosti Íslendinga á miðöldum með hliðsjón af nýlegum rannsóknum á fornleifum og fræðilegri umfjöllun síðustu ára. Efnið er sett í samhengi við hugmyndir um hnignun mannlífs á síðari hluta miðalda og leiddar að því líkur að samspil hnignunar og framfara sé flóknara en áður hefur verið talið. 298 bls. Háskólaútgáfan SVK Krossgátur Frístundarbókin Krossgátur og athyglisþrautir Ritstjóri: Guðjón Baldvinsson Eitthvað fyrir alla krossgátuunnendur. Í bókinni eru 95 krossgátur og athyglisþrautir af ýmsu tagi, þar af 58 hefðbundnar krossgátur af ýmsum stærðum. Svo fljóta með orðaleitargátur, völundarhús, flísaðir málshættir, sudoku-gátur, orðatvístursgátur, stjörnuleit, felumyndir og krosstölur. Frábær dægradvöl. 64 bls. Frístund útgáfa ehf. IB Draugaslóðir á Íslandi Símon Jón Jóhannsson Myndaritstj: Ívar Gissurarson Íslendingar hafa lengi trúað á drauga. Sumar draugasögur eru hroðalegar og enda jafnvel með blóðsúthellingum en aðrar eru saklausari. Þeir sem deyja með voveiflegum hætti eða ósáttir er hættar við að ganga aftur og ást og hatur er því algengur hvati í draugasögum. Í bókinni eru um 100 draugasögur úr öllum landshlutum. Þeim fylgja myndir og kort. 288 bls. Nýhöfn GOR Fagteikning í húsasmíði Verkefnasafn Atli Már Óskarsson Bókin fjallar um grunnatriði og helstu eiginleika tölvuteikninga. Hún samanstendur af 42 teikniverkefnum þar sem lögð er áhersla á hagnýta þekkingu og þjálfun við notkun teikniforrita. Markmiðið er að nemendur geti lesið merkingar og verklýsingar á teikningum og notað teikniforrit við gerð og miðlun hönnunaruppdrátta. 62 bls. IÐNÚ útgáfa IB Farsótt Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 Kristín Svava Tómasdóttir Þetta er saga um sjúkdóma, lækningar og tilraunir til að vernda samfélagið gegn sóttum. Þetta er saga borgar og velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki. Aðalpersónan er þó gamla timburhúsið sem byggt var árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga. Síðar var það gert að farsóttaspítala, geðsjúkrahúsi og seinast gistiskýli fyrir heimilislausa. 350 bls. Sögufélag IB Fáskrúðsfjarðarsaga I-III Þættir úr sögu byggðar til ársins 2003 Smári Geirsson Í Fáskrúðsfjarðarsögu er fjallað um fjölmarga efnisþætti, s.s. þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Þetta er þriggja binda verk og eru margir Fáskrúðsfirðingar, fyrr og nú kallaðir fram á sjónarsviðið. Fjölmargar myndir prýða bækurnar. 1805 bls. Bókaútgáfan Hólar SVK Feiknstafir Ráðgátan um Grím Thomsen Ritstjórar: Sveinn Yngvi Egilsson og Þórir Óskarsson Grímur Thomsen (1820–1896) var skáld, bókmenntafræðingur, heimspekingur, embættismaður og stjórnmálamaður. En hver var þessi maður sem mörgum hefur reynst ráðgáta? Hópur hugvísindafólks rannsakaði Grím og samtíma hans í tilefni af tveggja alda afmæli hans. Þessi bók varpar nýju ljósi á einn þekktasta fulltrúa 19. aldarinnar á Íslandi. 412 bls. Hið íslenska bókmenntafélag B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa58 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.