Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 59

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 59
SVK Grunnteikning fyrir málm- og bíliðngreinar Um er að ræða endurskoðaða kennslubók í grunnteikningu, sem hét áður Teikning fyrir hönnunargreinar, en er nú sérstaklega ætluð fyrir nám í málm- og bíliðngreinum. Þetta þýðir að köflum sem sleppt var í fyrri útgáfu hefur verið bætt við að nýju. Jafnframt því hefur val á verkefnum verið endurskoðað og þeim endurraðað í samræmi við nýjar áherslur. 299 bls. IÐNÚ útgáfa IB Halldór H. Jónsson arkitekt Pétur H. Ármannsson og Björn Jón Bragason Halldór H. Jónsson arkitekt er í senn kunnur sem höfundur þjóðþekktra bygginga og einn helsti áhrifamaður í íslensku athafnalífi á 20. öld. Samhliða rekstri eigin teiknistofu varð hann snemma eftirsóttur til forystustarfa í atvinnurekstri og var á seinni árum gjarnan nefndur „stjórnarformaður Íslands“ vegna setu sinnar í stjórnum stórfyrirtækja. 251 bls. Hið íslenska bókmenntafélag SVK Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Heimsins hnoss Söfn efnismenningar, menningararfur og merking Ritstjórar: Davíð Ólafsson og Kristján Mímisson Í þessari sýnisbók birtast greinar eftir hóp fræðimanna sem varpa ljósi á efnislegar eigur fólks á Íslandi á 18. og 19. öld. Til grundvallar liggja ólíkar gerðir munasafna, annars vegar gripir varðveittir á Þjóðminjasafni Íslands og hins vegar skráningar á dánarbúum 30 þús. Íslendinga varðveittar á Þjóðskjalasafni Íslands. 300 bls. Háskólaútgáfan IB Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls Gunnsteinn Ólafsson og Páll Stefánsson Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls er þriðji og síðasti hluti stórvirkis Gunnsteins Ólafssonar og Páls Stefánssonar um Ísland. Gunnsteinn fléttar hér saman náttúrulýsingum, sögu, þjóðtrú og bókmenntum og Páll Stefánsson ljósmyndari sýnir allar sínar bestu hliðar, bæði á jörðu niðri og úr lofti. 200 bls. Veröld KIL Fræðabálkur að ferðalokum Efni skráð 2020-2021 Þórður Tómasson Í þessari bók rekur Þórður Tómasson (1921–2022) meðal annars gamalt orðafar um raddfæri og málfar, geð- og skapbrigði, svefn og svefnhætti, fjallar um lækningajurtir og matargerð fyrri alda og greinir frá margvíslegum fróðleik um mannlíf og menningu fyrri tíðar undir Eyjafjöllum og víðar um Suðurland. Í bókarauka birtist ítarleg ritaskrá höfundar. 186 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Kvár Elías Rúni Kvár er heimildarmyndasaga um að vera kynsegin; að upplifa sig hvorki karlkyns né kvenkyns, hvort tveggja í senn eða eitthvað allt annað. Þetta er ein fyrsta bókin um þetta efni sem er gefin út á íslensku. Hún er jafnframt fyrsta íslenska heimildarmyndasagan. Sagan er byggð á viðtölum við sex kvár um reynslu þeirra og skoðanir. 96 bls. Una útgáfuhús SVK Fyrningar Ritgerðir um bókmenntir fyrri alda 1969–2019 Vésteinn Ólason Ritstjóri: Þórður Ingi Guðjónsson Greinasafn með 22 ritgerðum, á íslensku, ensku og norsku, sem birtust frá 1969 til 2019: greinar um fornan kveðskap, greinar um fornsögur og loks greinar um Snorra Sturluson og verk sem honum hafa verið eignuð. Höfundur kenndi íslenskar bókmenntir við Háskóla Íslands, háskóla á Norðurlöndum og vestanhafs og var forstöðumaður Árnastofnunar í áratug. 419 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum SVK Glaðasti hundur í heimi Biblía hundaeigandans Heiðrún Villa Glaðasti hundur í heimi er afar kærkomin bók fyrir hundaeigendur. Hún er skrifuð af kostgæfni, reynslu og þekkingu og geymir allt það sem skiptir máli í hundauppeldi og meira til. Þetta er biblía sem allir hundaeigendur verða að eignast. Heiðrún Villa hundaþjálfari er einn helsti hundaatferlisfræðingur landsins og notar afar uppbyggilegar aðferðir. 180 bls. Sögur útgáfa SVK Gripla 33 (2022) Alþjóðlegt ritrýnt tímarit Árnastofnunar Ritstjórar: Annette Lassen og Gísli Sigurðsson Í Griplu er tilraunaútgáfa á ólíkum gerðum Laxdælu, túlkun á kristilegu táknmáli í Heimskringlu og karlmennsku í Kormáks sögu, og greinar um náttúrusteina og hlutverk Margrétar sögu við fæðingar. Þá er rýnt í spássíukrot, messusöngsbækur og heimildir um Þingeyrakalaustur, Sethskvæði, Grobbians rímur og karllæga ritstjórn á sögu um Gríshildi góðu. 300 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Verslaðu heima www.boksala.is B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 59GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.