Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 70

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 70
IB Skagfirskar æviskrár Skagfirskar æviskrár 1910-1950 Tímabilið 1910-1950, IX Ritstjóri: Hjalti Pálsson Tuttugasta bókin sem Sögufélag Skagfirðinga gefur út af Skagfirskum æviskrám og hin níunda frá ofangreindu tímabili. Hún inniheldur samtals 90 æviskrárþætti fólks sem bjó eða hélt heimili í Skagafirði á fyrri hluta 20. aldar. 320 bls. Sögufélag Skagfirðinga IB RAF Skipin sem hurfu Steinar J. Lúðvíksson Hér er fjallað um skip sem hurfu á öldinni sem leið. Í sumum tilvikum er vitað á hvaða hátt þau fórust og jafnvel var fylgst með síðustu andartökum skipverja. Í öðrum tilvikum var enginn til frásagnar og aðeins hægt að geta sér til um hver afdrif þeirra urðu – skýringar komu stundum mörgum árum síðar. Mikil dulúð fylgdi hvarfi sumra skipanna ... 261 bls. Veröld KIL Vegur mannsins Martin Buber Þýð: Torfi Jónsson Flest öðlumst við endrum og sinnum meðvitund um þann sannleika að við höfum aldrei notið tilverunnar í fyllingu sinni, heldur fer fram hjá henni eins og hún er í raun og veru. En við finnum á hverri stundu að eitthvað vantar og leitum. Einstakt verk Martins Buber birtist hér í vandaðri þýðingu Torfa Jónssonar. 40 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Örlagaskipið Artic Íslenskir sjómenn í ólgusjó seinni heimsstyrjaldarinnar Gísli Jökull Gíslason Saga íslensku skonnortunnar Arctic er stórbrotin saga örlaga, njósna, misréttis og misþyrminga. Útsendarar Þjóðverja beittu skipverja hótunum til að fá þá til njósna en Bretar komust á snoðir um verkefni áhafnarinnar, sem lenti eftir það í fangabúðum. Bókin byggir m.a. á breskum leyniskjölum sem nýlega voru gerð opinber. 256 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Ingólfur Arnarson Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi Árni Árnason Í þessari bók eru teknar til rannsóknar tvær mikilvægar fullyrðingar í Íslandssögunni. Önnur er sú að Ingólfur Arnarson, hafi sest að í Kvosinni í Reykjavík og þar sé höfuðból hans að finna. Hin er sú að Flóki Vilgerðarson eigi höfundarréttinn að nafni Íslands. Niðurstaða bókarhöfundar er sú að hvorug þessara fullyrðinga standist gagnrýna skoðun. 272 bls. Nýhöfn KIL Í mynd Gyðjunnar Saga hennar í skáldskap, náttúru og trú Berglind Gunnarsdóttir Við hittum fyrir Gyðjuna á steinöld; hún tengist náttúrunni og birtist t.d. sem Fuglagyðja og Tunglgyðja. Fyrstu samfélög bænda dýrkuðu hana og ummerki um Gyðjuna forsögulegu eru víða í Evrópu. Arftakar hennar eru gyðjur goðsagnaheimanna og María guðsmóðir. Á 19. öld birtist Tunglgyðjan aftur í skáldskap og lífi ljóðskálda allt fram á okkar dag. 82 bls. Ormstunga IB Keltar – áhrif á íslenska tungu og menningu Þorvaldur Friðriksson Boðið er upp á nýja sýn á Íslandssöguna, á það sem hefur að miklu leyti verið hulið; hina stóru hlutdeild Kelta í íslenskri menningarsögu. Nýleg erfðaefnisgreining sýnir að meira en helmingur íslenskra landnámskvenna var Keltar. Hér er fjallað um það keltneska í tungu okkar og í örnefnum á Íslandi – og minjar sem eru eldri en norrænt landnám. 208 bls. Sögur útgáfa IB Saga Keflavíkur 1949–1994 Árni Daníel Júlíusson Saga Keflavíkur á árunum 1949 til 1994 er ólík sögu annarra sveitarfélaga á Íslandi á sama tímabili. Nálægð bæjarins við herstöðina og samskipti við bandaríska herinn settu mark sitt á þróun bæjarins sem og stækkun flugstöðvarinnar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda sem bregða lifandi ljósi á liðna tíð. 530 bls. Veröld Vertu ekki bóklaus á jólanótt B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa70 Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.